Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 17, 2014

Hrútakjöt á boðstólum - Mamma Mia!

Mynd
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að Mamma Mia ! var sýnd í sjónvarpinu síðastliðið föstudagskvöld. Mér finnst hún æðisleg. Búin að sjá hana alla vega fimm sinnum, gladdist mikið þegar ég sá hana á dagskránni, tengdi í græjurnar, poppaði og söng svo með. Spunnust nokkrar umræður um myndina á fésbók á meðan á sýningu stóð. Konur, aðallega miðaldra, eru í meirihluta þeirra sem elska myndina á meðan karlmönnum þykir hún svona heldur klén. Ég fór í kjölfarið að velta fyrir mér hvað veldur þessu mun sem og hvað veldur hrifningu minni á myndinni. Greiningin sem hér fer á eftir er ekki fræðileg heldur persónuleg og aðeins gerð sjálfri mér og vonandi einhverjum öðrum til skemmtunar. Tónlistin Tónlistin er burðarás myndarinnar enda allt byggt upp í kringum hana. Þetta er tónlist sem allir þekkja og minnir okkur á gamla tíð. Þetta er hress og skemmtileg tónlist sem fær blóðið á hreyfingu. Textarnir eru sumir svolítið dimmir en við þekkjum flest alla vega viðl