Færslur

Sýnir færslur frá janúar 18, 2015

,,Tökum umræðuna"

Mynd
Það koma stundir þar sem ég veit eiginlega ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga. Stundum tilheyri ég „góða fólkinu“* vegna femínískra skoðana minna og stundum tilheyri ég ekki góða fólkinu vegna vægrar (og óvelkominnar) íslamfóbíu sem víbrar stundum í taugakerfinu. Ég hef gert nákvæma grein fyrir henni áður svo ég biðst afsökunar á endurtekningunni en ég má til. http://racelessgospel.com/tag/talking-about-racism/ Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hvers vegna það má ekki ræða íslamfóbíu og útlendingaótta sem klárlega kraumar í afkimum þjóðarsálarinnar. Ég trúi því einlæglega að fái þetta að krauma og grassera í laumi og friði þá magnist það og eflist. Ég trúi því í raun og sann að alltaf sé betra að stinga á kýlum. Að upplýsingar og hreinskiptin umræða sé af hinu góða. Nú sé ég hins vegar að það er orðið rasistamerki að vilja „taka umræðuna“. Þessu er hnykkt fram innan gæsalappa sem dæmi um rasistamálflutning. Síðan hvenær er þöggun af hinu góða ? * En ég tilh

Dýrasaga

Mynd
Snatinn. Rúsínus kom til okkar sem pólitískur flóttaköttur frá Húsavík. Hann var sjálfsöruggur högni, þótt kúlulaus væri, og hafði gaman að því að flandra og blanda geði. Hann var fljótur að átta sig á hvar þvottahús og hreina tauið nágrannanna var og að brasilísku hjónin í Bobshúsi væru dýravinir. Hann fékk alvarlegt taugaáfall þegar við fluttum á Háls og hann hitti Snata. Hann reyndi að standa uppi í hárinu á honum og í heilan dag rumdi þreskivél á hlaðinu á meðan Snata hljóp hringinn í kringum hana. En hlutföllin voru ójöfn og eftir þetta var Rúsínus inni á daginn og kíkti bara út á næturnar. Stundum gleymdi hann sér og þá varð að gera út björgunarleiðangra því alltaf þefaði Snati hann uppi. Í hittífyrra fluttu á Háls tveir bæjarvitleysingar, Snúlli og Tacó, chihuahuar. Frúin var fljót að hleypa þeim inn í Villa Nova svo Rúsínus fékk keppinauta í húsið. Hann lét sér fátt um finnast og hló bara að stælunum í þeim því í þetta skiptið voru stærðarhlutföllin honum í hag.