Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 3, 2019

Minning

Mynd
Gunnar Marteinsson f. 3. júní 1929 - 25. janúar 2019 Þegar ég kom á Háls í fyrsta skipti 2006 þá var Gunnar Marteinsson, tengdafaðir minn, orðinn fullorðinn maður. Hann þjáðist líka af parkinson sjúkdómnum sem setti honum talsverðar skorður. Engu að síður gekk hann enn til verka, fór alltaf út og sinnti kálfunum og hinu og þessu sem til féll. Hann var alveg ótrúlega þrautseigur. Fór út í hvaða veðri sem var, alltaf eins og klukka. Síðsumars 2008 var Marteinn að þreskja og enginn til að mjólka svo ég tók það að mér.  Ég var komin sjö mánuði á leið og með svo mikla meðgönguþoku að ég gat ekki fyrir mitt litla líf munað röðina á kúnum. En kýr eru mjög vanafastar verur og verða að fara í réttri röð í mjólkurbásinn. Gunnar sótti kýrnar fyrir mig og sagði mér röðina, tvisvar á dag í þó nokkra daga. Ég fann ekki að þetta færi í taugarnar á honum. Einn daginn spurði hann þó sallarólegur: "Ertu ekkert farin að muna röðina?" Það mætti, svona eftir á, hlæja að þessari stöðu