Færslur

Sýnir færslur frá júní 19, 2005
Mynd
Eiffel turninn - Galleri Lafayette Föstudagur 17. júní. Dagur II Morgunmatur var auðvitað innifalinn á hótelinu og samanstóð af croissant, hvítu rúnnstykki, marmelaði og svoleiðis. Sem og auðvitað kaffi. Það var reyndar dálítið mismunandi hvað var í boði eftir því hver var á vakt og hvernig skapi viðkomandi var. Ein stúlkan lét biðja um allt. það vantaði mjólk og maður fór og bað um hana þá var hún með fulla könnu fyrir innan deskinn. sama með djúsið. Osturinn var ,,fini" rétt rúmlega níu og svo leit hún á klukkan með dramatískum hætti. Morgunmaturinn var samt til hálftíu. Við ákváðum að fara í Eiffel turninn, tákn Parísar, enda litla frænka mjög spennt. Sem betur fer rákumst við ekki á Tom Cruise og Katie Holmes, ef það er ekki leiðinlegasta par kvikmyndasögunnar þá veit ég ekki hvað. En hann mun víst hafa poppað spurningunni þarna uppi. Ég hef aldrei þolað þessa stúlku og hann er einhvern veginn að umturnast í eitthvað óþolandi. Kannski það að hann er enn að gera út á þennan bo
Mynd
Keflavík - París Fimmtudagur 16. júni. Dagur I. Stóra systir var búin að ákveða að fara til Parísar með dæturnar í sumar og panta ferð þegar sú hugmynd kom allt í einu upp að ég færi með. Ég fór til Parísar fyrir 15 árum síðan á Evrópuflakki með Völu vinkonu en var alveg til í að smella mér aftur. Þetta kallaði á dálitlar breytingar á skipulagi. Í staðinn fyrir eitt 3ja manna herbergi þá var breytt í tvö 2ja manna og svoleiðis. Undarlegt nokk þá bara varð að bóka aðra stelpuna a mínu nafni af því að hún yrði í herbergi með mér. Þrátt fyrir að hafa margspurt konuna á Terra Nova af hverju í ósköpunum það mætti ekki bóka bæði börnin með mömmu sinni þá var eina svarið það að: ,,Þetta hefur alltaf verið svona." Skýrt og greinargott svar, eða þannig. Þann 15. júní átti að fara í flugið. Það brottför var áætluð 23.55 en var í rauninni 0.55. Við áttum samt að vera mættar um tíuleytið eins og við gerðum auðvitað enda stundvísar og löghlýðnar með afbrigðum. Nei, þá opnar flugvöllurinn ekki
Þar sem við komum ekki heim fyrr en eftir miðnætti í nótt þá hef ég verið frekar sljó í dag. Þannig að ég hef aðallega legið í leti í dag. Og náttúrulega loadað inn myndum úr nýju digital kamerunni minni! Rosalega eru þetta dýrar græjur. Samt á annar hver kjaftur eitt stykki. Ég fékk eina á 15 þús. í Fríhöfninni og er bara ánægð með það. En alla vega. Ferðasagan verður náttúrulega sett hér inn af því að þetta er mitt blogg og ég velti mér bara upp úr minni sjálfumgleði eins og mér sýnist og skrifa það sem mér finnst skemmtilegt. En það eru komnar myndir úr ferðinni á myndasíðuna. Oh, það var svo gaman!
Mynd
Paris Fan Number One! Komin heim frá París. Alveg rosalega gaman.