Eiffel turninn - Galleri Lafayette Föstudagur 17. júní. Dagur II Morgunmatur var auðvitað innifalinn á hótelinu og samanstóð af croissant, hvítu rúnnstykki, marmelaði og svoleiðis. Sem og auðvitað kaffi. Það var reyndar dálítið mismunandi hvað var í boði eftir því hver var á vakt og hvernig skapi viðkomandi var. Ein stúlkan lét biðja um allt. það vantaði mjólk og maður fór og bað um hana þá var hún með fulla könnu fyrir innan deskinn. sama með djúsið. Osturinn var ,,fini" rétt rúmlega níu og svo leit hún á klukkan með dramatískum hætti. Morgunmaturinn var samt til hálftíu. Við ákváðum að fara í Eiffel turninn, tákn Parísar, enda litla frænka mjög spennt. Sem betur fer rákumst við ekki á Tom Cruise og Katie Holmes, ef það er ekki leiðinlegasta par kvikmyndasögunnar þá veit ég ekki hvað. En hann mun víst hafa poppað spurningunni þarna uppi. Ég hef aldrei þolað þessa stúlku og hann er einhvern veginn að umturnast í eitthvað óþolandi. Kannski það að hann er enn að gera út á þennan bo
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.