föstudagur, apríl 08, 2016

Nokkrar spurningar um skattaskjól

Nú er ég bara einfalt normalatet og viðurkenni fúslega að ég skil ekki flókna fjármálagerninga. Það eru því nokkur atriði sem ég skil ekki varðandi skattaskjól og það að borga samt alla skatta.

Fólk sem á peninga leggur þá yfirleitt inn á banka og fær af þeim vexti. Af vöxtunum þarf það svo að borga 20% í fjármagnstekjuskatt. 
Er fólk með peningana sína í bönkum í skattaskjólum, fá á þá vexti, gefur upp vextina á Íslandi og borgar 20% í fjármagnstekjuskatt?
Það sem mér finnst skrítið við þessa sviðsmynd er að ef það er fjármagnstekjuskattur í skattaskjólinu, þótt hann sé lágur þá er viðkomandi að borga meiri skatt en hann þarf. Það meikar engan sens.

Skattaskjólið þarf að vera algjörlega skattlaust svo að þetta borgi sig. Þá skil ég ekki hvað skattaskjólslandið græðir á því að vera skattaskjól. Einhver verðmætasköpun hlýtur að fylgja fyrir skattaskjólið. Eitthvað sem reikningseigandinn borgar. Þá erum við aftur komin að þeim punkti að það er dýrara að vera með peningana úti. (Fyrir nú utan að sú verðmætasköpun fer ekki fram í heimalandi fjármagnseigandans.)

Ég veit að þetta eru ekki sparisjóðsbækur heldur e.k. félög og fyrirtæki sem eru ekki í rekstri. Ég veit ekki hvaða skatta slík félög borga né hvernig því er háttað. Hver tilgangurinn með því er veit ég ekki ef hann er ekki sá að fá vexti á fjármagnið sitt.

Svo er annað sem ég skil ekki.
Ég stend í þeirri meiningu að ef t.d. einn milljarður er færður frá Íslandi og í skattaskjól þá sé einum milljarði minna í íslenska hagkerfinu. 
Setjum sem svo að Jón eigi einn milljarð og leggi hann inn í Sparisjóð Þingeyinga. Svo fer Gunna í Sparisjóðinn með hugmynd að litlu fyrirtæki og fær lánaðar 50 milljónir. Þá getur Sparisjóðurinn lánað henni af því að hann á milljarð inni. Gunna fer og stofnar fyrirtækið sitt, borgar iðnaðarmönnum og kaupir hluti og ræður tvær manneskjur í vinnu. Svo kemur Stína og fær lánaðar 20 millur til að kaupa hús o.s.frv, o.s.frv.
En ef milljarðurinn er ekki á Íslandi heldur einhvers staðar úti þá hefur Sparisjóðurinn engan milljarð til að lána. Get my point?
Eftir því sem minni peningar eru í umferð og hægt að lána hækka vextir á lánsfé. Því minna ræður fólk við að fá lánað og því minni hreyfing á peningum. Hefði ég haldið.

Þannig að ég skil ekki hvernig það getur verið "ekkert að því að eiga eignir á lágskattasvæðum."

Kannski er ég bara að misskilja þetta allt saman en það væri voða gott ef einhver fjölmiðill myndi taka sig til og útskýra þetta fyrir okkur venjulega fólkinu.


miðvikudagur, apríl 06, 2016

Simmi í orlofi

Jahá, þetta er nú meiri vitleysan.
Bara svo það sé á hreinu þá vil ég kosningar, absalútt, en ég ætla aðeins aða fara í gegnum atburði til að ná utan um þá.
 SDG ætlaði sér, klárlega, að nota þingrofsréttinn sem svipu á BB. Stöðufærsla hans á facebook sýnir það sem og orðalagið: "rjúfa þing nú eða síðar." 
Ég hefði alveg viljað að ÓRG hefði veitt honum réttinn en það er alls ekki víst að hann hefði rofið þingið samt sem áður.
SJS talaði um í Morgunútvarpinu að mistök SDG hefðu verið þau að tala ekki fyrst við þingflokkinn sinn því þá hefði verið meirihluti fyrir þingrofi. Það er rétt en ég efast stórlega um að þingflokkur Framsóknar hefði samþykkt þingrof. Hitt er annað mál að það kom ekki fram fyrr en í sjónvarpsviðtali við Karl Garðarsson að SDG hafði ekki talað við þingflokkinn og þá sat SDG hjá ÓRG. Voru þeir að horfa á sjónvarpið?  Er ekki eðlilegt að oddviti flokks tali fyrir flokkinn? Stjórnarandstaðan var búin að leggja fram vantrautstillögu. Oddviti Framsóknar stendur inni á gólfi og biður um þingrofsrétt. Hafði forseti Íslands einhverja ástæðu til að ætla annað á þessum tímapunkti en að meirihluti væri fyrir þingrofi? Hvernig var þetta samtal eiginlega?

SDG: Ég vil fá leyfi til að rjúfa þing.
ÓRG: Jæja Simmi minn, forsætisráðherra og formaður Framsóknar. Ég hef ástæðu til að ætla að ég viti betur vilja þinna þingmanna en þú og ætla því ekki að veita þér leyfi til að rjúfa þing."

Það var að vísu rétt hjá honum, en samt. Eina vonin um þingrof var að Sigmundur hlypi á sig. Eina sem Ólafur gerði var að hafa vit fyrir Sigmundi og verja ríkisstjórnina falli. Takk fyrir það, eða þannig.

Það eitt að Sigmundur Davíð hverfi úr stjórnmálum er samt mesta einstaka siðbótin í íslensku stjórnmálalífi og umræðu í dag. Ef hann væri að fara. Sem hann er ekki. Nei, hann situr áfram á þingi og er áfram formaður Framsóknarflokksins. Hann er ekki að fara neitt. Og það sem meira er. M.a.s. á þessari stundu þegar þjóðin er í losti og umheimurinn hlær að okkur eru hann og ráðgjafar hans enn með orðhengilshátt, orðaleiki og útsnúninga. "Nei, Sigmundur er ekki hættur, hann er bara í smá pásu, svona tímabundið."
Með því að taka þátt í þessum skrípaleik, að halda áfram samstarfi við þennan mann og flokkinn sem heldur hlífiskildi yfir honum er Sjálfstæðisflokkurinn alveg jafnsekur. Fyrir nú utan það að einstaklingar innan hans eru svo sannarlega jafnsekir og eiga að taka pokann sinn. 
Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn laskaður og þess vegna leyfa þeir Sigmundi að ráðskast með sig. Hann tilkynnir hver eigi að vera forsætisráðherra. Virkilega? Ef einhver annar en formaðurinn getir orðið forsætisráðherra þá geta líka einhver annar orðið forsætisráðherra hjá Sjálfstæðisflokknum en Bjarni. Er það ekki augljóst? 
Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn stóri bróðir Framsóknar, núna er hann litli þjónninn hans. Mér ætti auðvitað að finnast það fyndið en mér finnst það bara sorglegt. Vegna okkar allra.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...