Þetta er undarlegt lýðræði. Ég er að fara að kjósa um sameiningu sveitafélaga á eftir. En þótt ég sé að kjósa í fyrsta skipti um sameiningu, og þá meina ég sameiningu sem skiptir mig e-u máli, þá eru Aðaldælingar ekki að kjósa um þetta í fyrsta skipti. Gott ef þetta er ekki í þriðja sinn. Sameiningu hefur alltaf verið hafnað hér. Helstu rökin eru þau að svæðið sem á að sameina er alltof stórt. Við eigum, svo dæmi sé tekið, að sameinast Raufarhöfn og þangað er rúmlega tveggja tíma akstur. Svæðið er alltof stórt og þessi sameiningarhugmynd er fáránleg. Það versta við þetta allt saman er að þótt sameiningu hafi verið hafnað áður aðallega vegna þess að svæðið sé of stórt þá ekkert tillit tekið til þess. Nei, svæðið er bara stækkað. Svo er kosið aftur og aftur og aftur þangað til fólk gefst upp og segir já. Þá er náttúrulega líka búið að hóta minna framlagi úr Jöfnunasjóði og svoleiðis. Það eru ekki bara Aðaldælingar sem búa við svona skrítið lýðræði, það er fullt af sveitafélögum sem hafa
Ásamt fjölskyldunni sinni.