Færslur

Sýnir færslur frá apríl 30, 2023

Refsinornir

Mynd
Ég ætla að varpa þessu út í kosmósið af því að ég held að við þekkjum flest svona fólk og, ég ætla bara að segja það, það er alveg hundleiðinlegt. Það er erfitt að setja fram dæmi af því að „þetta fólk“ gæti þekkt sig í dæmunum en það er líka stórhættulegt að reyna að tala í kringum sannleikann. Við skulum því segja að frásögnin sé byggð á sönnum atburðum. #afsakið. Sko, ég er ekki að halda því fram að fólk eigi ekki að vera ábyrgt gerða sinna en mér finnst í alvöru að það eigi að vera einhvers staðar takmörk. Ég er ekki að tala um glæpi heldur bara svona hegðun. Og mér finnst í alvöru að það eigi að vera einhver fyrningarákvæði varðandi hvað má draga upp hvar og hvenær sem er. Byggt á sönnum atburðum. Dæmi 1. Ég: Mér finnst ekki fallegt af þér að kalla mig ljótum nöfnum í gær þótt við séum ósammála um þetta sem gerðist. Refsinorn: (setur upp heilagan vandlætingarsvip og dregur fram 700 blaðsíðna syndaregisterið mitt í A3 broti (það er ekki til í föstu formi heldur bara í h