Færslur

Sýnir færslur frá janúar 15, 2012

Af hverju nauðga þeir?

Það má vera að nauðgunum hafi ekki farið fjölgandi, enda skiptir litlu hversu fáar þær eru, ein nauðgun er einni of mikið. Hins vegar finnst mér viðhorfið hafa breyst. Nú langar mig ekki mikið til að velta mér upp úr lýsingum en ég er hrædd um að það sé nauðsynlegt til þess að útskýra það sem ég er að hugsa. Fyrir um 4 fjórum árum síðan var ungur maður dæmdur   fyrir nauðgun í salerni Hótel Sögu. Hann hélt því fram að ,,kynmökin” hefðu verið með vilja beggja. Gefum okkur að hann hafi í alvöru haldið það. En hér er það sem ég skil ekki: Stúlkan var frosin af ótta. Fannst honum í alvöru eðlilegt að stúlkan væri alveg eins og dauðyfli? Væri ekki líklegra að kynlíf ókunnugra inni á almenningssalerni væri svolítið villt? Svolítið líflegt? Þá var stúlkan einnig svo þurr að hún var öll rifin og tætt eftir aðfarirnar. Er þetta ekki Kynfræðsla 101? Ef konan er ekki blaut þá langar hana ekki. Nú má vera að þessi ungi maður hafi undarlegar hugmyndir um kynlíf, hvernig sem á því nú stendur