Færslur

Sýnir færslur frá janúar 4, 2015

Frelsið er yndislega andstyggilegt

Mynd
Undanfarna daga hafa átt sér stað skelfilegir atburðir í París. Saklaust fólk hefur verið sallað niður af hryðjuverkamönnum. Ég er miður mín enda er lífið heilagt. París er líka háborg vestrænnar menningar í mínum huga. Það er verið að salla niður saklaust fólk viðs vegar annars staðar í heiminum og ég er búin að gleyma því þegar fréttinni lýkur. Svona er nú tvískinnungurinn í mér. Talandi um tvískinnung. Í París voru skopmyndateiknar vegnir sem höfðu gert skopmyndir, sumar ansi svæsnar, af Múhammeð spámanni og múslimum. Öfgamúslimar frömdu ódæðin. Mér þykir þetta gróf aðför að málfrelsinu. Og ég er ekki frá því að birta eigi myndirnar sem víðast. Sumir vilja meina að klám sé tjáningarfrelsi. Ég er algjörlega ósammála því. Einhvers staðr hljóti að vera takmörk. Ef einhver myndi salla niður klámmyndaframleiðendur þá myndi ég örugglega fordæma voðaverkin en ég myndi ekki líta á það sem aðför að tjáningarfrelsinu.     Og ég myndi aldrei nokkurn tíma styðja að myndirnar þeir

Forgengileikinn

Mynd
Það voru sem sagt áramót. Á slíkum tímamótum staldrar fólk við og lítur yfir farinn veg. Ég hafði enga sérstaka þörf fyrir það svo sem en svo lenti ég á netflandri mínu inni á síðu BBC sem hafði sett saman lísta yfir frægt fólk sem hafði dáið á árinu sem var að líða. Það er stundum undarlegt hvernig hugurinn virkar en þar sem ég horfði á þetta fór ég að hugsa um, ekki einstaklingana heldur hvernig kynslóðirnar hverfa. Ég þykist þess t.d. fullviss að það sé enginn lifandi í dag sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni.   Vitneskjan er skráð og lifir sem slík en reynslan sjálf er horfin. Eins og t.d. það fólk sem lifði og reyndi kreppuna miklu er ekki lengur ráðandi afl í heiminum. Þetta er því ekki bara horfinn tími, þetta er hverfandi reynsla. Kynslóðin mín, fólk á fimmtugsaldri, er orðin valdakynslóðin. Ég sé jafnaldra mína, aðallega karlana auðvitað, í fréttatímum að segja okkur hvernig heimurinn virkar. Hafið þolinmæði með mér núna. Ég fór með krökkunum í gegnum Öldina