Ég er yfir mig hneyksluð. Fór út að borða með nemendaráðinu á Pizza Hut og þá var einn drengurinn að segja mér það að hann hefði sótt um í bakaríinu í hverfinu. En hann fékk neitun af því að Bakarameistarinn ræður ekki drengi til afgreiðslustarfa, einungis stúlkur. Þegar ég fer að hugsa um það þá get ég fullyrt með 99% vissu að það hefur aldrei afgreitt mig drengur í einu einasta bakaríi en alveg aragrúi stúlkna á aldrinum 14-18 ára. Svo slæðist ein og ein kona inn á milli. Þetta er náttúrulega ekkert nema kynjamisrétti og ég hef fullan hug á að kvarta undan þessu. Veit ekki alveg hvert ég á að leita. VR eða jafnréttisráð...?
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.