Færslur

Sýnir færslur frá maí 4, 2014

Takk elskan, en þú þarft ekki að mála heiminn fyrir mömmu.

Mynd
Við mæðginin erum að hlusta á tónlist og reyna að halda við gömlum lögum. Eitt af lögunum sem eru á mörgum barnaplötum er Ég skal mála allan heiminn. Við syngjum þessi lög flest alveg hugsunarlaust en um daginn fór ég að velta þessum texta fyrir mér. Í fyrsta lagi þá er það ekki í verkahring barnanna minna að gera mig hamingjusama. Það er mitt vandamál. En þessi texti fjallar um eitthvað hrikalegt trauma. Mamman er fátæk: Litlu blómin, sem þig langar til að kaupa, skal ég lita hér á teikniblaðið mitt.  Hún er sorgmædd og grætur: Mamma ertu sorgmædd seg mér hvað er að sjálfsagt get ég málað gleði yfir það ótal fagra liti á ég fyrir þig ekki gráta mamma - brostu fyrir mig Og dagar hennar eru dimmir: Ég skal mála allan heiminn elsku mamma, eintómt sólskin, bjart og jafnt. Þó að dimmi að með daga kalda og skamma, dagar þínir verða ljósir allir samt. Mér finnst það nokkuð ljóst að vesalings konan er afar vansæl eða á hreinlega við þunglyndi að stríða. Og að vera syngja

Játningar týnda ,,bóndans."

Á bóndabæjum er því iðulega þannig háttað að bæði hjónin ganga til verka. Þess vegna hafa stöðuheiti tekið ákveðnum breytingum. Það er ekki lengur talað um bónda og bóndakonu eða búkonu. Hjónin eru bæði bændur. Fullkomlega eðlileg breyting. Núna vill þannig til að maðurinn minn er bóndi. Bróðir hans býr líka á bænum svo þeir eru tveir bændurnir á bænum. Ég er kennari. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og bjó þar fyrstu 35 ár ævinnar. Ég er enn þá að reyna að átta mig á þessu suður-norður dæmi í staðinn fyrir hið einfalda hægri-vinstri. En af því að ég er gift bónda og bý á bóndabæ þá er talað við mig eins og að ég sé bóndi. Öh, ókeeyy... Ég get mjólkað og þekki fyrirbærið júgurbólgu en þar með er það eiginlega upptalið. Ég hitti fólk og það hefur samræður eins og ekkert sé eðlilegra á spurningu eins og: ,,Hvernig koma tún undan vetri?" Mér skilst, ekki að ég hafi nokkra hugmynd um það, að þessar flatir sem vex gras á séu ekki allt tún. Sumt er víst hagar eða eitthvað svoleiði

Hungurleikarnir

Mynd
Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins kom upphaflega út 2008 á ensku en kom út í íslenskri þýðingu 2011. Í kjölfarið komu út Eldar kvikna og Hermiskaði. Þessar bækur eru hugsaðar fyrir „ung-fullorðna“ eða ungmenni. Ef ég hefði ekki þurft að kenna þær þá hefði ég aldrei nokkurn tíma lesið þessar bækur, en ég þurfti svo ég las. Sagan gerist í Panem sem eru e.k. Bandaríki eftir hörmungar. Landinu er skipt í 12 ríki og því fjarlægari sem ríkin eru höfuðborginni Kapítól því fátækari eru þau. Fyrir rúmum 70 árum síðan höfðu umdæmin gert uppreisn gegn Kapítól og til að hefna þessa og bæla niður baráttuandann þurfti hvert umdæmi að senda síðan tvö framlög, dreng og stúlku, til að keppa á Hungurleikunum. En þar er barist upp á líf og dauða í beinni útsendingu og sigurvegarinn sá eða sú sem lifir af. Fyrst í stað fannst mér þetta allt ósköp bjánalegt. Einhver tengsl við raunveruleikann verða skáldsögur að hafa og þetta fannst mér alveg absúrd. Í Fantasíu eru til Útópíur þar sem

Eftirsjá

Mynd
Þegar ég flutti á Háls þá bjuggu föðurbræður mannsins míns hér líka. Harðfullorðnir menn orðnir þá. Vitandi vits hvernig lífsins gangur er þá áttum við svo sem von á að þeir myndu kveðja einn daginn. En samt var ákveðið kæruleysi í gangi. Pabbi þeirra varð 96 ára þegar hann fór. Og kannski hin hefðbundna afneitun. Við vitum að dauðinn bíður okkar allra en samt... en samt... Einn daginn fékk ég hugmynd: Mig langaði að taka mynd af þeim við húsið þeirra. Svart-hvíta og eitthvað breytta, í höfði mér var mjög flott mynd. Því miður er hún þar enn því ég kom mér aldrei að því að taka myndina. Ég hugsa stundum um þessa mynd og sé eftir að hafa ekki tekið hana. Samt veit ég að þetta skiptir auðvitað engu máli. Þessi mynd var aldrei neitt nema eitthvað í höfðinu á mér. Og jafnvel þótt ég hefði tekið hana þá hefði það ekki breytt neinu. Ég hefði kannski póstað henni á snjáldurskinnunni og sennilega gleymt henni. Tók eina af Helga úr fjarlægð þegar hann leit til veðurs. Í framhaldi af þ