Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 28, 2016

Hrós til sveitarstjórnar

Mynd
Jæja, þá rann upp sá dagur. Ég verð að viðurkenna að mér leist ekkert á fréttina hjá 641.is um fyrirhugað útboð um ljósleiðaravæðingu Þingeyjarsveitar. Ég óttaðist mismunun gagnvart íbúum, bæði varðandi kostnað og tíma, þ.e. að við Kinnungar og jafnvel Bárðdælingar mættum eiga von á að bíða lengur og borga meira.  Í gær var tillagan svo lögð fram og kemur þá í ljós að meirihlutinn vill hafa ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins í einum pakka. Mismununarótti minn er snöggtum minni. Það ber að þakka það sem vel er gert og geri ég það hér með.