Færslur

Sýnir færslur frá apríl 26, 2020

Góður kúnni

Mynd
Í mínu ungdæmi (eldgamla daga) voru viðskiptavinir verðlaunaðir fyrir trygglyndi. Ég man að ég fékk að skipta plötu, sem ég vann í félagsvist, í plötubúðinni í Glæsibæ þótt það væru fingraför á henni af því að ég var góður kúnni. ( Á enn þá ágætt vínylplötusafn.) Á vídeóleigunum fékk maður fimmtu hverja spólu frítt eða u.þ.b.  Núna hins vegar er því þannig farið að þegar fyrirtækið hefur nælt í kúnnann þá er ekkert gert til að halda honum. Fyrir nokkrum árum var hringt í mig og mér boðin prufuáskrift að Skjá einum á lægra verði. Ég þáði það og sagði svo áskriftinni upp eftir prufutímann. Nánast samdægurs var hringt í mig aftur og mér aftur boðin prufuáskrift. Ég lék þennan leik nokkrum sinnum. Mér var boðin tilboðsáskrift að Stöð tvö fyrir jólin sem ég þáði. Mamma mín hefur verið tryggur áskrifandi að Stöð tvö árum saman, henni eru aldrei gerð nein tilboð. Tólfti hver mánuður frítt, er það í alvöru of mikið? Við vorum hjá ónefndu tryggingarfyrirtæki. Í okkur hringir ung

Klimt og konurnar

Mynd
Fyrir aldamótin síðustu, áður en ég fór að vinna á geðdeildinni, vann ég í nokkra mánuði í e.k. mynda- og plakatabúð á Laugaveginum. Mér fannst það ágætt, hef alltaf haft gaman að myndum plakötum. Það er kannski ekki rétt að segja að þetta hafi verið plaköt, þetta voru svona vandaðri eftirprentanir. Svo var innrömmunarverkstæði á efri hæðinni. Einhverju sinni vorum við eigandinn að ræða um myndir og ég segi henni að mér finnist ein myndin vera hálf klámfengin.  Hún var ósammála mér og sagði, eins og merkilega margar konur af þessari kynslóð, að henni fyndist kvenlíkaminn miklu fallegri en karllíkaminn. (Ég aðhyllist gríska skólann í þessu.) Hvað um það, fólk má vera ósammála. Nema hvað að stuttu seinna mæti ég til vinnu og þá er búið að ramma myndina inn og hengja upp á vegg. Ég tók því persónulega og sagði upp stuttu seinna. Eftir þetta fór ég að kynna mér verkið og málarann. Eins og sennilega flestir hafa áttað sig á þá er þetta verk eftir Gustav Klimt og heitir Da