Færslur

Sýnir færslur frá janúar 11, 2015

Samþykki

Mynd
Samþykki Knúsið birtir í dag hreint frábæra grein eftir Emma Holten. Holten lýsir upplifun sinni af hefndarklámi og greinir hvað liggur þar að baki. Á einum stað segir hún: Þegar ég gerði mér ljóst að það var niðurlæging mín sem kveikti í þeim fannst mér eins og snara hertist að hálsinum á mér. Það var sú staðreynd að samþykki fyrir birtingunni var ekki fyrir hendi sem var erótísk, þeir fengu mest út úr því að vita að ég vildi þetta ekki. Þetta er gríðarlega sterkur punktur og ákaflega niðurdrepandi. Þetta er nauðgunarmenningin í sinni skýrustu mynd.   Nauðgunarmenning sem klámvæðingin nærir og dekrar. Á fyrirlestri frá Jafnréttisstofu kom fram að íslenskir strákar og ungir karlmenn eiga met í klámnotkun. Það er mjög alvarlegt mál. Vinsamlegast kynnið ykkur klámið * sem drengirnir okkar eru að skoða áður en þið komið með klisjuna: "Boys will be boys." Eins og áður sagði þykir mér greinin mjög góð en ákveðin orðanotkun truflaði mig. Ekki vegna þess a