Færslur

Sýnir færslur frá júlí 9, 2023

Krossinn sem ég ber

Mynd
  Það er ungur maður á facebook sem hefur gaman að því að tilkynna hvaða dagur er. Það er bara fínt, þetta er falleg sál og ég læka þetta yfirleitt hjá honum . Hins vegar fékk ég sting í hjartað í dag . Á þessum degi fyrir sextán árum síðan lá ég inni á spítala og h a fði þegar verið í þrjá d aga. Það var verið að reyna að framkalla fæðingu litlu stúlkunnar minnar sem ég var gengin með 24 vikur en í sónar þremur dögum áður kom í ljós að það var enginn hjartsláttur. Stúlkan var dáin. Það átti eftir að taka tvo daga í viðbót að n á að framkalla fæðinguna. Í fimm daga gekk ég vitandi með dána barnið mitt. Hún var auðvitað búin að vera dáin lengur, ég bað um skoðun því ég hætti að finna hreyfingar. Ég veit að einstaklingur sem hefur aldrei gengið með barn, hvað þá fætt, getur skilið þetta. Að finna barnið hreyfa sig og sparka og svo hættir það. Að fæða barn og það er dauðaþögn.   Við foreldrarnir vorum niðurbrotnir. Ég dró mig í hlé og grét. Pabbinn var reiður út í heiminn. Ég gat ekk

Kristófer Torfdal og orðræðan

Mynd
Raunveruleikinn er skrítin skepna. Hann fer nefnilega algjörlega eftir túlkun. Fátt getum við hugsað okkur hryllilegra en barnsmor ð en engu síður báru forfeður og mæður okkar út börn í unnvörpum. Það var gert til að hin börnin hefðu möguleika á að lifa. Túlkunaratriði.   Túlkun raunveruleikans fer fram með orðum, sá sem ræður orðræðunni eða narratívinu á vondri íslensku ræður raunveruleikanum. Við höfum auðvitað séð þetta margoft, orðræða karla hefur meiri hljómgrunn en orðræða kvenna, orðræða ríkra hefur meiri hljómgr unn en orðræða fátækra. Ég nenni ekki að tína til dæmi enda al þekkt . Halldór Laxness vissi þetta auðvitað eins og flest annað. Hafi ég ekki sagt það áður þá vil ég endilega koma því á framfæri nú; pabbi minn hélt því fram að það væri ekkert í mannlegu samfélagi sem Laxness hefði ekki fjallað um í bókum sínum.   Ég hef kennt Sölku Völku nokkrum sinnum og því lesið hana alloft. Salka Valka var skrifuð 1931 ( Þú vínviður hreini ) og 1932 ( Fuglinn í fjörunni ) og það