Færslur

Sýnir færslur frá 2016

George Michael, öll hin og æskan.

Mynd
Í minningunni eru unglingsárin böðuð töfraljóma sem er mjög skrítið því mér fundust unglingsárin hvorki sérstaklega góð né skemmtileg. Níundi áratugurinn var örugglega ekkert merkilegri en aðrir áratugir þótt í minningunni hafi aldrei verið gerðar skemmtilegri bíómyndir né betri tónlist. Reyndar hafa mér orðið á þau mistök að horfa á myndir seinna meir frá þessum tíma og sitja agndofa yfir draslinu. Ég hef því áttað mig á eins og auðvitað allir gera að töfrarnir sem lifa í minningunni voru töfrar sálar minnar sem var að komast til vits og ára og uppgötva heiminn. Það hafa því ekki öll átrúnaðargoðin komist í gegnum fullorðinssíuna, Limahl situr t.d. eftir og núna langar mig nánast að gráta yfir vinsældum Working Girl . George Michael hins vegar fylgdi mér stöðugt, alveg frá sumrinu 1984. Í minningunni er þetta ótrúlega gott sumar. Ég var í unglingavinnunni sem hafði aðsetur í Langholtsskóla. Við hlustuðum á vinsældapoppið og spiluðum Kana. Snickers kostaði 35 krónur. Wake me up b

Litla prinsessan

Mynd
I Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu.  Reyndar var ríkið bara einn gamall kastali, heldur í niðurníslu, en ríki engu að síður. Þau áttu sér fimm börn, fjórar stúlkur og einn pilt. Þar sem smákonungsdómur hafði verið niðurlagður þurftu konungurinn og drottningin að vinna fyrir sér. Þau ræktuðu blóm og kanínur og hjálpuðu börnin til framan af. Nema litla prinsessan. Litla prinsessa var hvorki yngst né minnst en hún var með svo slæmt mígreni að hún átti mjög erfitt með að vinna. Hún var því hálfgert súkkulaði í Hinu konunglega fjölskyldufyrirtæki og því kölluð litla prinsessa. Því skal ekki neitað að ákveðin beiskja bjó líka að baki nafngiftinni, hin systkinin voru andstyggðar smásálir og vildu meina að litla prinsessa hefði alltaf heilsu til að sinna hugðarefnum sínum og skemmtunum. Þar kom að að kóngurinn og drottningin urðu gömul og þreytt. Þá kom upp úr dúrnum að prinsinn hafði hvorki áhuga á blóma- né kanínurækt og miðdóttirin ekki heldur. Hinar systurnar tvær, þ

Ruslapeningar

Mynd
Nýverið var lögð fram fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árin 2017-2020. Allt virðist vera í lukkunnar velstandi. Þá mætti sveitarstjórinn okkar í viðtal þann 20. júlí síðastliðinn til að fagna opinberlega öllum milljónunum sem eru þegar byrjaðar að rúlla niður af Þeistarreykjum í sveitarsjóð. Þess vegna kemur á óvart að um hækkanir í gjaldskrá er að ræða. Sérstaklega kemur á óvart hækkun sorphirðugjalds um 15%. Sorphirðugjald var einnig hækkað á síðasta ári um 10% Það lofaði mér því svo sem engin/n að sorphirðugjaldið myndi standa í stað hvað þá að mér dytti nokkurn tíma í hug að það myndi lækka, guð forði okkur frá svoleiðis vitleysu. Ég er líka mjög ánægð með umhverfisþáttinn og flokka með gleði í hjarta. True story. Hins vegar veit ég að Brennslan á Húsavík var skelfilega dýr og því kannski ekki alveg út í hött að halda að sorphirðan myndi ekki hækka. Þá var talað um að meðaltal sorpmagns hvers íbúa í Þingeyjarsveit væri talsvert yfir landsmeðaltali* og flokkunin ætt

Er ekki kominn tími til að Tengja?

Mynd
Það er verið að ljósleiðaravæða Þingeyjarsveit. Stóra kosningaloforð Samstöðu sem Sigmundur Davíð og íbúar sveitarfélagsins borga fyrir. Heimilið á Hálsi ákvað að tengjast. Við höfum undanfarið verið í viðskiptum við Magnavík og erum mjög ánægð með þá þjónustu en ókey, þetta er ljósleiðari. Það er búið að leggja leiðarann og svo var okkur sagt að það yrði hringt í okkur og þá yrðum við að kaupa okkur þjónustuaðila og Tengir , sem leggur leiðarann, myndi koma og plögga okkur í samband.  Fyrir síðustu mánaðarmót er hringt í okkur og tilkynnt að við getum keypt keypt okkur þjónustuaðila. Við erum í viðskiptum við Símann svo ég hringi þangað og kaupi Heimilispakkann. Í kaupbæti og af því að það eru að koma jól fæ ég einhvern karakkapakka til reynslu í desember. Ljómandi, krökkunum leiðist það ekki. Ég reyni að hringja í Magnavík en næ ekki í hann. Þar sem ég veit ekki alveg nákvæmlega hvenær þeir koma þá ákveð ég að áskriftirnar verði bara að skarast. Núna er kominn 13. desembe

"Lára klára elskar Ívar"

Mynd
Ég segi sjaldan sögur úr kennslunni, aðallega vegna þess að mér finnst það ekki við hæfi en ekki vegna þess að mér finnist ekki gaman. Unga fólkið á Húsavík er almennt og yfirleitt yndislegt fólk :) En núna er ég svo extra ánægð með unga fólkið að ég verð bara að deila því. Í einum áfanganum lesum við smásöguna "Lára klára elskar Ívar" eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur sem birtist í  Ég elska þig : frásagnir af æskuástum : níu sögur eftir ísl. höf. 1990. Þessi saga er tekin fyrir í bókinni Orðagaldri sem er ætluð til kennslu í framhaldsskólum. Sagan fjallar um hina 13 ára gömlu Láru sem flytur úr Kópavogi til Reykjavíkur og þarf að byrja í nýjum skóla. Skyndilega stendur Lára frammi fyrir allt öðrum heimi, afar harðri unglingaveröld þar sem er asnalegt að ganga vel í skóla og útlitið skiptir öllu. Lára verður líka skotin í ríka, sæta gæjanum honum Ívari. Eftir að hafa slegið í gegn á árshátíð skólans fer Lára í fylleríspartý heima hjá honum sem endar með því að þau &

Til hvers er KÍ?

Undanfarin ár hefur staðið nánast blóðug barátta á milli Félags framhaldsskólakennara og Vísindasjóðs FF og FS . Nú er svo komið að báðir aðilar hafa ráðið sér lögfræðinga, já nokkra, og hvert lögfræðiálitið er skrifað á fætur öðru. Svo virðist sem persónuleg kerkja sé hlaupin í aðila og stjórni talsvert. Þetta er svo sem gott og blessað. Ef deiluaðilar borguðu þessu ósköp sjálfir, svo er ekki. Við félagsmenn borgum þennan sirkus fullu verði fyrir báða aðila.  Ég er ekki að taka afstöðu í þessu máli, báðir málsaðilar hafa nokkuð til síns máls. Og bara svo það sé sagt þá tel ég að allir viðkomandi séu hæfir og starfi sínu vaxnir. Fólk er ósammála og deilir. Það er eðlilegt. Það truflar mig hins vegar ákaflega að því hafi verið hleypt í þennan farveg og á þetta stig. Framhaldsskólakennarar eru með lausa samninga, lífeyrismálin okkar eru í uppnámi og verið er að eyða tíma og orku í þessi ósköp. Undanfarið hef ég verið talsvert hugsi yfir tilgangi KÍ. Satt best að segja hefur hvarf

Litlu konurnar

Mynd
Einhvern tíma þegar ég var í bókmenntafræðinni var talað um rýran hlut kvenna í bókmenntakanónunni og loks þegar einhver konan gaf út ljóðabók þá hét hún "Ein lítil kvæðabók" eða eitthvað þvíumlíkt. Hún var alla vega "lítil" á einhvern hátt. Kennarinn sagði að þetta væri dæmigert, konur reyndu að láta lítið fyrir sér fara og ef þær gerðu það ekki sjálfar þá sæi samfélagið um það. Þessi tími rifjaðist upp fyrir mér nýverið því ég sé alveg ítrekað í kommentakerfum talað um Katrínu Jakobsdóttur, formann næststærsta stjórnmálaflokks Íslands sem "Kötu litlu."  Það má vera að Katrín sé heldur lágvaxin en ég fæ ekki séð að t.d. Birgitta Jónsdóttir sé mikið hærri. Samt dettur engum í hug að tala um "Gittu litlu." Enda er fáránlegt að uppnefna fólk eftir útlitseinkennum eða aldri. Aldrei var Davíð Oddsson uppnefndur "Eyrnastór" eða Óttarr Proppé "Ljóska." Engum dettur í hug að tala um "Simma litla" þótt h

Tæknifrúin: Heilsuvera

Tæknin á að auðvelda okkur lífið og í þessu tilfelli gerir hún það svo sannarlega. Ef ég þarf að endurnýja lyfseðla þá er símatími hjá Heilsugæslunni á milli 9-10 á morgnana. Á þessum tíma er ég yfirleitt bundin í vinnu og geri ráð fyrir að fleiri séu það líka. Nýverið var mér hins vegar bent á vefinn Heilsuvera þar sem ég get beðið um endurnýjun á lyfseðlum í gegnum vefinn. Ég get sem sagt endurnýjað þega ég man eftir því, um helgar t.d.  Það þarf rafræn skilríki til að geta skráð sig inn á vefinn. Ég held ég fari rétt með að bankarnir ætli að taka upp rafræn skilríki nú um áramótin og afnema auðkennislykla svo við þurfum hvort sem er að fá okkur rafræn skilríki.  Til að geta nota rafræn skilríki í símanum þarf nýlegt símkort. Hægt er að athuga hvort símkortið virki er hægt að slá inn númerið sitt á vef Auðkennis.   Best held ég að sé að fara í sinn banka og láta virkja skilríkin. Ég er í Arion banka sem er ekki á Húsavík en elskulega fólkið í Íslandsbanka gerði þetta fyr

Telur Félag grunnskólakennara óþarft að auglýsa stöður?

Mynd
Í KJARASAMNINGI SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA og KENNARASAMBANDS ÍSLANDS VEGNA FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA  segir í 14. kafla 1. grein Um auglýsingu starfa : Öll störf skulu auglýst laus til umsóknar á opinberum vettvangi. Skal það gert með 14 daga fyrirvara að jafnaði. Þó er ekki skylt að auglýsa afleysingastörf, svo sem vegna fæðingarorlofs, námsleyfis eða veikinda, eða störf þar sem ráðning skal standa 12 mánuði eða skemur eða tímavinnustörf. Ef sveitarfélag lítur svo á að ráða skuli í starf með uppfærslu innan starfsgreinarinnar eða frá hliðstæðum starfsgreinum er heimilt að auglýsa á þeim vettvangi einum. Eftir verulega ósmekklega aðferðafræði við einhliða uppsagnir kennara Litlulaugadeildar Þingeyjarskóla 2015 kom í ljós um sumarið sama ár að fv. skólastjóri skólans, sem var sagt upp þótt engar formlegar kröfur væru þar um og fv. aðstoðarskólastjóri Hafralækjardeildar sem hafði að sögn sagt upp sjálfur* voru þau ráðin aftur að skólanum án auglýsingar. Þessi gjörningur verðu

Prelude

Mynd
Eins og útsvargreiðendum í Þingeyjarsveit ætti að vera orðið ljóst þá gerði sveitarstjórnin allmerkilegan starfslokasamning við fv. skólastjóra Þingeyjarsskóla sem tók gildi í fyrra. Samningurinn hafði í för með sér að viðkomandi var á tvöföldum launum hjá okkur útsvarsgreiðendum í heilt ár. Gleður sig allt gott fólk við þá staðreynd á meðan það borgar reikninginn frá Tengi . Árið 2013 vildi meirihluti sveitarstjórnar endilega gefa öllum kennurum Þingeyjarskóla eina kennslustund í kennsluafslátt og skólastjórnendum enn fleiri því það var svo ægilega erfitt að vinna við sameinaðan skóla. Kom þá upp úr dúrnum að sveitarstjórnin gat það ekki þar sem hún ásamt öðrum sveitarstjórnum landsins hefur afhent samningsumboð til kjarasamninga til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú velti ég því fyrir mér hvort svona starfslokasamningar, sem virðast almennt gerðir við skólastjórnendur, standist þetta afsalaða samningsumboð. Starfslokagreiðslur hljóta að falla undir kjör skólastjórnenda o

"Það er nú eitt helvítið."

Mynd
Þann 17. september síðastliðinn lést tengdamóðir mín, Þórhildur Vilhjálmsdóttir. Ég hefði svo gjarna viljað skrifa minningargrein um tengdamóður mína en þegar til átti að taka þá áttaði ég mig á því að í raun þekkti ég konuna lítið sem ekkert. Jú, vissulega þekkti ég Tótu en ég þekkti hana aðeins sem fullorðna, veika konu sem hafði að miklu leyti lokað sig af frá heiminum og samskiptum við annað fólk. Þegar við fórum að skoða gömul albúm til að finna góða mynd sá ég að þarna var saga sem ég þekkti ekki. Þórhildur Björk Vilhjálmsdóttir fæddist að Rauðá, Ljósavatnshreppi, þann 1. júní 1938. Hún ólst upp á músíkölsku og listrænu heimili. Hún spilaði á gítar og seinna meir greip í stundum í munnhörpuna og sögina heima við. Faðir Tótu var listasmiður og smíðaði helst eða gerði upp kistur ef ég hef skilið rétt. Tóta málaði svo myndir á húsgagnið, annað hvort upp úr sjálfri sér eða ofan í mynd sem var fyrir. Frænka hennar sagði mér nýverið frá því að Tóta hefði stundum komið í Rauðá

20 ár

Í dag eru liðin tuttugu ár síðan faðir minn lést, nýlega orðinn 55 ára gamall. Fimmtudaginn 26. september klukkan hálfníu um kvöldið. Við systur vorum nýkomnar heim frá að sækja langa sjónvarpssnúru til að geta tengt sjónvarpið inn í herbergi hjá honum. Við héldum að það væri meiri tími. En sem betur fer var samt ekki meiri tími. Maður sem hafði alltaf verið þrekinn var kominn undir 60 kíló. Við vorum bara að bíða. Biðin var erfið. Það var erfitt að horfa upp á pabba sinn, manninn sem allt gat, lúta í lægra haldi fyrir hinum óboðna gesti. Að sjá líkamann veslast upp en heyra vit hans í röddinni og greina sál hans í augunum. Hann sjálfur var þarna allan tímann, vissi nákvæmlega hvað var að gerast. Ósáttur við örlög sín en æðrulaus. Ég veit eiginlega ekkert hvað ég var að gera árið eftir að hann dó. Ég held að engin okkar mæðgna viti það. Lífið hélt einhvern veginn áfram á sjálfstýringu. Ég varð meðvituð um að ódauðleiki minn væri tálsýn. Það var hoggið stórt skarð í varnargarðin

Ágætu Framsóknarmenn

Mynd
Nú er það þannig að ég er ekki í Framsóknarflokkinum svo í rauninni ætti ég að vilja að þið hélduð Sigmundi Davíð sem formanni. Ég þarf auðvitað ekki að rekja þessa sögu alla en maður sem telur sig hafinn yfir að tilheyra efnahagsumhverfi á ekki að stjórna því. Hann á ekki að sitja beggja vegna borðsins þegar hann semur um mikla hagsmuni fyrir þjóð sína. Eftir ósköpin sem skullu yfir í apríl og hvernig hann hefur svo brugðist við er ljóst að mun færri geta hugsað sér að kjósa Framsóknarflokkinn en áður. Þetta vitið þið. Ykkur ætti einnig að vera ljóst að ykkar helsti samstarfsflokkur í gegnum tíðina mun ekki fara í samstarf með ykkur eftir kosningar á meðan Sigmundur Davíð er í brúnni. Ekki nema auðvitað með mikilli eftirgjöf af ykkar hálfu. Sjálfstæðisflokkurinn fyrirgefur ekki að reynt sé að kúga hann til hlýðni. Formenn flokkanna hafa ekki talast við mánuðum saman. Sigmundur Davíð verður aldrei aftur forsætisráðherra Íslands. Sem þýðir að á meðan hann er formaður Framsóknarflokk

Að missa boltann á lokametrunum

Mynd
Ég var spurð að því í dag, í góðu og skemmtilegu spjalli, hvort ég teldi að meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar gerði ekkert gott. Ég sagði viðmælanda mínum og langar að nú að segja opinberlega að ég tel svo alls ekki vera. Þessi sveitarstjórn hefur nefnilega gert margt gott;  Núna eru að koma tekjur af Þeistareykjum sem var ekki sjálfgefið. Að öðrum ólöstuðum þá veit ég að Arnór hefur unnið mikið og gott starf varðandi það og á þakkir skildar. Það er loksins komin af stað uppbygging við Goðafoss sem var orðin aðkallandi. Það hafðist og er þakkarvert. Umhverfisvæn sorphirða er að hefjast sem er ábyrgðarhluti á þessari einu jörð sem við eigum. Það sem truflar mig á stundum er   hvernig hlutirnir eru gerðir. Það var löngu orðið tímabært að sameina skóla, við vitum það öll. Þessi meirihluti tók loksins af skarið og er það vel. Hins vegar var aðferðafræðin við sameininguna og framkoman við fólk hræðileg. Sérstaklega sú einfalda staðreynd að það var engin s

Ljósleiðaravæðingin - framhald

Samkvæmt nýjum upplýsingum sem ég hef fengið í hendur kostar tengingin allt í allt 180.340.000 án virðisauka.   75 milljónirnar sem þegar eru komnar frá ríkinu dragast frá þessari tölu. Hafið í huga að ég veit ekki hvort einhver virðisauki sé í þessari tölu. Það er heldur líklegt að styrkur fáist fyrir 250 tengingum allt í allt (en ekki öruggt) og verður þá framlag ríkisins allt í allt 123.750.000. Tengigjöld miðað við 250 heimili eru 50.403.000. Vinsamlegast hafið í huga að þessar upplýsingar eru þvert á fyrri upplýsingar, þ.e. 180 milljónirnar eru ekki fyrir utan styrk né tengigjöld. Fáist ekki meiri styrkur verður framlag Þingeyjarsveitar í mesta lagi tæpar 55 milljónir eða ca. 220 þús. á heimili miðað við 250 tengingar.  Fari allt á besta veg gæti framlag Þingeyjarsveitar orðið 5.847 milljónir.* Það er um 25.000,- á hvert heimili. Það ívið lægra en 750 þúsundin sem upphaflega var talað um. Þessar tölur miðast allar við að 250 heimili tengist.  Ég ítreka fyrirv

Íbúar niðurgreiða kosningaloforð Samstöðu

Mynd
Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 setti Samstaða fram tvö stór loforð: íbúakosningu um skólasameiningu og ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins. Tvö helstu baráttumál nýja meðlimsins. Loforðið um ljósleiðarann var svohljóðandi: Frambjóðendum Samstöðu er ljóst að verkefnið er dýrt en "mikilvægt fyrir alla framþróun." Hvergi er þó nefnt hér að hvert heimili þurfi að borga fyrir lagninguna. Ég held að flestir hafi þó gert sér grein fyrir því en það er ekki nefnt. Þann 5. nóvember 2014 skrifar Árni Pétur Hilmarsson pistil í Hlaupastelpuna (og 641.is birti svo) þar sem hann setur fram rök og hugmyndir meirihlutans um ljósleiðaravæðinguna. Undir lokin segir svo: Miðað við frumútreikninga þá er verkefnið stórt og kostnaður rétt rúm milljón pr. heimili. Okkar fyrstu áætlanir gera ráð fyrir því að kostnaðarhlutdeild hvers heimilis verði um 250 þúsund, því verður niðurgreiðsla sveitarfélagins og samstarfsaðila umtalsverð. Ekki er útséð um aðkomu opinbera sjóða a

Tæknifrúin: PDF skjöl

Mynd
Við kennarar þekkjum það vel að ljósrita greinar eða aðra texta fyrir nemendur. Iðulega er svartur rammi í kringum skjalið og blekeyðslan skelfileg þegar stór bunki er ljósritaður. Nú í seinni tíð skönnum við textann inn og deilum með nemendum á netinu og komum þannig í veg fyrir pappírs- og blekeyðslu. Hins vegar eru skjölin stundum skökk og jafnvel á hliðinni þegar skannað er upp úr A5 skjölum. Það er hægt að snúa skjalinu (hægrismella, rotate) í tölvunni en það er erfitt að vista það þannig, alla vega í ókeypis Acrobat reader. Mér leiddist þetta óskaplega og eins og alltaf var til lausn á netinu. Ég prófaði ýmislegt en það forrit sem ég er ánægðust með heitir PDFescape . Á þessari síðu hleð ég inn skjalinu og svo get ég snúið síðunum, rétt þær af, hvíttað yfir svarta rammann og/eða verkefni sem ég tel óþörf í það skiptið. Svo vista ég skjalið og hleð því niður. Ef ég vil sameina PDF skjöl eða "splitta" þeim þá þarf ég að nota annað forrit. Yfirleitt leita ég bara

Fordæmalaus staða

Mynd
Það kom illa fram hjá mér í gær í síðasta pistli en ég sendi fyrirpurn til SÍ um venjur í starfslokasamningum. Fyrirpurnin var svona: a) er venja í starfslokasamningum að launþegi haldi bæði launum sínum og öllum hlunnindum á starfslokatímabili? b) er venja í starfslokasamningum að launþegi haldi starfslokagreiðslum á starfslokatímabili þótt hann fái aðra vinnu i) annars staðar ii) hjá sama launagreiðanda? Svarið sem ég fékk var já við hvoru tveggja, SÍ legði til að þetta væri gert í starfslokasamningum sinna umbjóðenda og það fengist yfirleitt í gegn. SÍ er Skólastjórafélag Íslands.* Nú sendi ég ekki sömu fyrirspurn til Grunnskólakennarafélags Íslands svo ég veit hreinlega ekki hvort þetta sé venja í starfslokasamningum grunnskólakennara. Reyndar hallast ég að þeirri skoðun að starfslokasamningar kennara séu sjaldgæfir þótt þeir hafi verið gerðir við nokkra kennara hér í Þingeyjarsveit í fyrra. Einn Fésbókarvinur minn benti á þá staðreynd að aldrei myndi skólal

Starfslokasamningurinn - Lokaorð (vonandi)

Mynd
Eftir langa mæðu, kæru, tímaeyðslu og fjárútlát hafa íbúar Þingeyjarsveitar, og raunar allir, fengið aðgang að starfslokasamningi fv. skólastjóra Þingeyjarskóla. Samningi sem átti að vera opinber frá upphafi þar sem opinberir aðilar eru að sýsla með opinbert fé. Ég hef að vísu ekki eytt neinum fjármunum í ferlinu, nema óbeint, en Þingeyjarsveit lét lögfræðing svara upphaflegu erindi mínu, lögfræðingur sendi andsvar við kærunni og lögfræðingur las yfir úrskurðinn. Svo þegar samningurinn loksins berst þá er ekkert í honum sem kallar á þessa leynd. Ekkert. Það eru engar upphæðir, engar persónuupplýsingar. Þetta er, og afsakið orðbragðið, algjört prump. Þetta er svo ómerkilegt að ég hreinlega trúði því ekki að ég hefði fengið allt í hendur.  Ekki misskilja mig, samningurinn er vissulega veglegur (ég fer nánar í það á eftir). Þetta er miklu meira en almennir launþegar geta átt von á en samningarnir sem kennararnir gerðu eru samt sem áður áþekkir. En við vissum það fyrir, við vitum

Sporslur á sporslur ofan

Mynd
Samkomulagið er í ellefu liðum. Engar tölur eru gefnar upp í samningnum. * Það vekur athygli mína að strax í 3. lið er tiltekið að starfsmaður beri engar vinnuréttarlegar skyldur gagnvart vinnuveitanda á því tímabili: "... nema vinnuveitandi ráði hana aftur til starfa á því tímabili." Í 7. lið er tiltekið að starfsmanni sé heimilt að ráða sig til annarra starfa "þar með talið vinnuveitanda / Þingeyjarskóla án þess að ofangreindar greiðslur á starfslokatímabili skerðist" Eflaust eru svipuð ákvæði í hinum starfslokasamningunum en þetta er sá fyrsti sem var gerður og því frumgerðin.  Því vaknar óneitanlega sú spurning að ráðning viðkomandi í annað starf við skólann hafi verið löngu ákveðin. Ég get auðvitað ekkert fullyrt um það til eða frá en sá grunur vaknar. Hvað varðar "ofangreindar greiðslur" þá er kveðið á um þær í 4. lið samningsins: Nú er ég enginn sérfræðingur í starfslokasamningum og það getur vel verið að fólk haldi öllum hlunni

Afsökunarbeiðni

Jæja, þá er ég komin með starfslokasamninginn í hendur. Formálinn sem tiltekinn var í úrskurði var lítilfjörlegur og gerði ég meira úr honum en efni stóðu til. Hins vegar er plaggið ekki nema ein síða með engum upphæðum og átti ég bágt með að trúa að það hefði kallað á neitun, kæru og ársbið eftir úrskurði að fá það í hendur. Engu að síður, ég hljóp á mig og ég biðst afsökunar á því.

Úrskurður

Mynd
Síðastliðinn fimmtudag barst mér í sniglapósti úrskurður frá Úrskurðarnefnd um upplýsingalög . Úrskurðurinn er ekki enn kominn á heimasíðu nefndarinnar en lokaorð bréfsins eru svona:  Nefndin heldur sig því við þá stefnu sína að fjármálagjörningar stjórnvalds geti ekki farið leynt nema mikið liggi við. Nefndin setur heldur enga fyrirvara né vill að yfir eitthvað sé strikað eins henni er þó heimilt. Það er meira en ár síðan ég lagði fram kæruna og verður biðtíminn að teljast alltof langur. Ekki er þó við nefndina að sakast heldur ríkisvaldið, augljóslega þarf að veita meiri fjármunum til nefndarinnar. Þessi langi biðtími auðveldar stjórnvaldi að liggja á upplýsingum því loksins þegar úrskurður liggur fyrir eru mál nánast fallin í gleymskunnar dá og allir búnir að missa áhugann. Í þessu tilfelli t.d. þá tekur starfslokasamningurinn til tímabilsins 25. feb. 2015 til og með 31. júli 2016. Hann er runninn út á tíma loksins þegar við fáum að sjá hann. Ég hef ekki enn f

Ríkið - Hvað er það? Hver er það?

Mynd
Stuttu eftir síðasta pistil vorum við kunningi minn að ræða um gullmolann á Þeistareykjum og ljósleiðarlagninguna hér á þá sagði hann: „Þið íbúarnir eruð í rauninni að niðurgreiða ljósleiðarann fyrir sveitarfélagið og hjálpa því að gera það söluvænna. Sveitarfélagið myndi aldrei fara út í ljósleiðarvæðinguna nema nógu margir séu tilbúnir að taka þátt og borga. Þar með er líklegra að fleiri vilji flytja hingað.“ Ég gat ekki neitað þessu en var samt hálfhissa. Ég hef alltaf litið á sveitarfélagið sem okkur en ekki við vs. sveitarfélagið . Öll uppbygging í sveitarfélaginu hljóti að vera íbúum þess til góðs. Hitt er auðvitað óumdeilt að ákveði einhver að flytja héðan þá tekur hann ljósleiðarann ekki með sér. Spurningin er hins vegar hvort ljósleiðarinn auðveldi sölu hússins/búsins. Það er hægt að halda þeim þræði endalaust áfram en það er ekki það sem ég varð hissa á. Ég hallast helst að því að ég og kunningi minn höfum gjörólíka sýn á ríkið og hlutverk þess. Sveitarfélögin eru