Færslur

Sýnir færslur frá 2021

Tvöfeldnin

Mynd
 Stundum tekur lífið u-beygju, eitthvað ófyrirsjáanlegt gerist. U-beygjan sem líf fjölskyldunnar tók var ekki slys. Þetta var ekkert óvænt sem kom upp á, engar náttúruhamfarir. Engin skriðuföll.  Mágar mínir gengu í það markvisst og einbeittir að flæma okkur í burtu af heimili okkar. Þeim tókst það, það var einfaldlega ekki hægt að bjóða börnunum upp á að búa við þetta ofbeldi lengur.  Einn þeirra vann líka heimavinnuna sína . Hann vann hana vel. Löngu áður en við áttuðum okkur á hvað var í gangi þá var hann búinn að hringja.  Eða mæta í kaffi. Víða. Hvað hann sagði veit ég ekki. En miðað við undirtektirnar var það ekki sannleikurinn. Kona ein bjó/býr í sveitinni. Ég hélt hún væri ágæt. Ég hélt hún væri hrein og bein. En allt í einu, þegar ég var að lýsa (og skrásetja) ofbeldinu á facebook var hún alltaf mætt til að bera blak af ofbeldinu. Ég hafði alltaf á röngu að standa. Það var fullkomlega eðlilegt að heyja eftir miðnætti beint fyrir utan gluggann á heimilinu okkar. Þar sem ferðaþ

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

Mynd
  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti

Piltur og stúlka - glærur

 Þegar ég byrjaði að kenna Pilt og stúlku fyrir nokkrum árum átti ég engar glærur né fann á netinu. Ég henti loksins í glærur þetta misserið og deili þeim. Óþarfi að allir kennarar séu alltaf að vinna sömu vinnuna hvert í sínu horni😉 Hlaðið niður, breytið og bætið að hentugleika. Piltur og stúlka - glærur

Algildur og skilyrðislaus réttur

Mynd
 Núna um helgina hefur fólk farið hamförum vegna meintra svika og hnífa- og/eða sveðjustungna Birgis Þórarinssonar gagnvart stuðnings- og flokksfólki Miðflokksins. Þegar bent er á að annað eins hefur nú gerst þá er það allt annað mál. Helst vegna þess að þeir flokksflakkarar fóru á miðju kjörtímabili eða flokkurinn þeirra "sveik" málstaðinn. Við það fólk sem slíku heldur fram er aðeins eitt að segja: Þið eruð hræsnarar. 48. grein Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi:   48. gr.  Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.  …  1) Það er enginn fyrirvari settur um tíma, meint svik flokksins né neitt annað. Alþingismenn eru aðeins og eingöngu bundnir eigin sannfæringu. Engu öðru. Engum tímaskilyrðum, engum siðareglum, engu nema eigin sannfæringu. Ef sannfæring þeirra er sú að þeirra hag sé betur borgið í öðrum flokki þá dugir það. Hafi sannfæring þeirra sagt þeim það fyrir kosningar þá skiptir það engu máli.

Blikar á ljáinn

Æviveginn arkar hrund, ellin handan bíður. Langt í hennar lokastund Lofar aldur þýður. Lífið allt hið ljúfast er. Lægðir þó á köflum. Veginn stundum skrattinn sker, skakar illum öflum. Tröllum birginn bauð og hló. Barðist eins og fjárinn. Litlar skeinur skapar þó, skreppa fram þá tárin. Allt í einu skrugguský. Skelfur allt af ótta. Tættur vegur, drulludý. Dregið fyrir flótta. Fellur kona´á fætur sér, finnur kaldan náinn. Undir kufli beinin ber. Blikar nótt á ljáinn. Skekur skelfing líf og sál, skuggar fylla hjarta. Vona’ og drauma brennur bál, beiskum tárum skarta. Móðir óttast, örvingluð. Allar bænir biður: “Leyfðu mér að lifa, guð Ljóstu meinsemd niður.”

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Mynd
Fasteignasalan Byggð.  Vegna aðstæðna viljum við selja fallega einbýlishúsið okkar í sveitinni. Húsið er byggt 2010, 161 fm steypt. Fjögurra herbergja. Samliggjandi stofa og eldhús. Tvö baðherbergi. Búið er aðallega kúabú/mjólkurbú með ýmsum aukaverkefnum.  Einnig er hægt að fá lítið gistikot sem stendur við húsið og gefur ágætar tekjur.  Húsið er í leigu með góðum og skilvísum leigjendum. Fyrir liggur nýlegt verðmat á öllum eignum sem og skýrsla um rekstur búsins. Þessar eignir seljast saman. Vert er að benda á að skv. Reiknilíkani byggingarkostnaðar kostar rúmar 80 milljónir að byggja 161 fm hús í dag. Vinsamlegast hafið samband við Martein ef áhugi er fyrir hendi, hann veit allt um búreksturinn. GSM 893-3611 Email marteinngunnars@gmail.com