Færslur

Sýnir færslur frá október 11, 2015

The Winner takes it all

Mynd
Þann 15. okt.sl. var tekin fyrir á sveitarstjórnarfundi Þingeyjarsveitar „Sáttatillaga“ frá nokkrum Reykdælingum. Ég klóraði mér nú aðeins í höfðinu yfir þessu, satt best að segja. Samkvæmt minni málvitund er sáttatillaga aðeins gild þegar tveir (eða fleiri) sem hafa sama eða svipað vægi deila. Því fer órafjarri hér. Við skulum tala tæpitungulaust. Reykdælingar eru hinir sigruðu í þessari deilu. Fyrir það fyrsta eru Hafralækjarskóli og Litlulaugaskóli ekki sameinaðar stofnanir. Litlulaugaskóla var slátrað og leifunum sópað undir Hafralækjarskóla. Að sama nafnið hafið verið sett fyrst á báða skóla í vondu millispili breytir engu þar um. Bara svo það sé á hreinu; mér þykir sameining skólanna þarft skref. (Sameining, takið eftir.) Þegar tveir skólar eru sameinaðir þarf að hætta starfsemi í öðru húsinu, það liggur fyrir. Það liggur alveg jafnljóst fyrir að sá skóli sem missir húsnæðið stendur veikari að vígi. Það þarf að hafa í huga og bregðast við. Það var að sjálfsögðu ekki

En með hverjum viltu vinna?

Mynd
Það eru nokkrir hlutir sem mig langar að velta upp í framhaldi af síðustu færslu. Í bréfi sveitarstjóra til þeirra kennara sem voru í uppsagnarhættu segir:   Fram hefur farið samanburður á hæfi allra starfsmanna skólans. Eftir yfirferð gagna og þeirra upplýsinga sem fyrir liggja, bendir vinna sem farið hefur fram á vegum sveitarstjórnar vegna skipulagsbreytinga til þess að aðrir starfsmenn standi þér framar þegar kemur að því að ákveða hverjir muni áfram gegna störfum við Þingeyjarskóla.  Hvernig er hæfi kennara metið? Er ekki eðlilegast að skólastjóri eða helst óháður, utanaðkomandi aðili sitji í kennslustundum kennarans og meti færni hans við kennslu? Það var ekki gert.  Er ekki eðlilegt að starfsmenn séu látnir vita af því að hæfismat sé í gangi? Mér vitanlega var það aldrei nefnt. Nýi skólastjórinn nefnir ekki hæfismat í viðtali við 641.is , hann nefnir aðeins viðtöl. Á þessu tvennu er reginmunur. Nú má halda því fram að fólki megi vera það ljóst að um hæfis