Færslur

Sýnir færslur frá maí 30, 2004
Það hefur lítið verið bloggað undanfarið. Ég komst heim aðfararnótt þriðjudags eftir 5 klukkutíma bið á Kastrup. Það var ekki gaman að ganga inn á stútfullan og stressaðan flugvöllinn eftir næstum 7 tíma lestarferð og frétta af verkfalli hleðslumanna og sjá hverju fluginu á fætur öðru frestað. En ég komst heim að lokum. Prófin höfðu safnast saman á meðan ég fór í fermingu og það er ekki gert ráð fyrir því í vordagskrá grunnskóla að farið sé yfir þau. Dagarnir núna eru fullskipaðir leikjum og gamni. Eða ,,vesenisdögum" eins og fulltrúi í unglingaráði Hafnarfjarðar nefndi þá svo réttilega. Kennarar geta bara setið fram eftir yfirvinnulaunalaust í skólanum nú eða bara unnið launalaust heima hjá sér á kvöldin og um helgar. Ekkert nýtt þar svo sem. Það var verið að kjósa um verkfallsboðin og ég ætla rétt að vona að hún verði samþykkt. Annars getum við bara beygt okkur fram og leyft viðsemjendum okkar þið vitið hvað. O, seisei. En að öðru. Ég er búin að panta ítarlega rannsókn hjá H