Færslur

Sýnir færslur frá október 17, 2004
Fékk 6 daga ókeypis kynningu svo ég stakk nefinu inn á líkamsræktarstöð og andaði á tækin. Það var ekkert svo óskaplega skelfilegt. Ég er að vísu alveg klárlega ómeðvituð um æfingagallatískuna í dag en var samt ekki hent út og hlátrasköllin voru ekki mjög há. Ætla að prófa að fara aftur á morgun. Sé svo til aftur kynningartímabilið. Búin að styrkja líkamsræktarstöðvar nokkrum sinnum með fjárframlögum án þess að taka neitt út í staðinn. En þetta var ekkert svo slæmt...
Leyfði mér að apa upp höfundarréttaryfirlýsinguna (viðeigandi) á síðunni hjá Sverri og laga að mínu. Vona að það sé í lagi. Breyti því ef svo er ekki.
Mynd
Það varð sem sagt ofan á að vera heima og horfa á Troy. Alveg ómögulegt að fara út á meðal fólks. Það var líka allt kvenfólkið í fjölskyldunni að horfa á gæjana, nema litla frænka sem skildi bara ekkert í þessu! Ég er algjörlega miður mín yfir meðferð Hollywood á Illionskviðu. Þetta er ekkert minna en skemmdarverk. Sagan er hreinlega skrifuð upp á nýtt! Svo skil ég ekki hvernig var hægt að sleppa goðunum svona gjörsamlega. Ég sá fyrir mér flott atriði með hjálp tækninnar. Eitthvað í anda myndaskreytingar Alex H. Blum á Ilionskviðu. Nei, nei, guðunum er bara alveg sleppt. Mér finnst samúðin samt liggja hjá Trójumönnum og engin spurning að það er Hektor sem er mesta hetjan. Veglyndur og hugrakkur fjölskyldufaðir. Pitt-inn brást ekki. Sá hefur verið duglegur að æfa! Man eftir því þegar ég sá hann fyrst í Thelma & Louise . Við systurnar misstum báðar kjálkana niður á gólf. Eric Bana hefur allt til að bera sem prýtt getur æðislegan karlmann. Myndarlegur, dökkhærður og skeggja
Hef ekki enn náð að horfa á Troy. Það var svo yndislegt veður í dag að ég þáði að fara í hestaskoðunarferðalag. Þá liggur auðvitað beint við að horfa á hana í kvöld en það er skyldumæting í partí í kvöld. Hmmmm... Þetta er ægileg dilemma. Ólafur Proppé sagði í fréttunum áðan að honum fyndist í sjálfu sér eðlilegt að fólk fjárfesti í menntun sinni og sækti sér síðan hærri laun á vinnumarkaði. Á fólk að fá borgað fyrir menntun?! Þvílíkur menntahroki! Skv. Daníel þá eru háskólamenntað fólk á almennum markaði með 370 þús. í laun og framhaldsskólakennarar með 330 þús. Ég þarf greinilega að athuga minn gang eitthvað.
Skellti mér á skyggnilýsingarfund í gær. Það var bara gaman. Það kom ekki múgur og margmenni í heimsókn til mín. Skil að sjálfsögðu ekkert í því. Ég var næstum því búin að láta búa til fyrir mig stjörnukort um daginn. Tel auðsýnt að það er eitthvað að. Ætla að drífa mig og kaupa Troy út á kredit og slefa yfir Brad Pitt. Að vísu hélt ég alltaf með Hektor og Trójumönnunum hér í gamla daga þegar ég átti teiknimyndasöguna en sá sem leikur Hektor er bara ekki nógu sætur.
No, no. Búið að fresta samningaviðræðum um tvær vikur. Ásmundur ætlar örugglega að athuga hvað Alþingi gerir. Ef það verða sett lög þá verður stríðsástand. Ef það verða ekki sett lög þá verður verkfallið langvinnt. Er að hugsa um að leita mér að vinnu.
Ég var að fá alveg ömurlega hugmynd. Kannski er það sem ég hélt að væri ótrúlega óheppileg tilviljun alls engin tilviljun heldur ástæða. Það myndi útskýra margt. Enda tilviljunin var alveg með ólíkindum. Ástæðan fyrir því að ég hangi heima og í tölvunni: Ég er að ,,taka til". Hahahaha...
Kirkjugarður minninganna Úr alfaraleið í myrkrinu krafsa ég með blóðrisa fingrum í frosna jörð. Reyni að husla líkið af andvana fæddri ást við hliðina á voninni sem dó í haust. Drama, maður, draaamaaa....!
Mér fannst fréttaumfjöllun um kröfugönguna okkar í gær harla ómerkileg. Það er búið að vera kennaraverkfall í rúman mánuð. Does anybody give a shit? Bætti við þremur skemmtilegum bloggurum. Nenni ekki að taka til, les bara blogg. Mental note to self: Ef þú vilt halda heilanum hættu þá að nota Otrivin.
Mætti galvösk í kröfugöngu í dag. Var búin að dúlla mikið við spjaldið mitt og flúra bleikum hjörtum sem á stóð: Á lausu Á von á launahækkun Markmiðið var svo auðvitað að troða mér fyrir framan sem flestar myndavélar og koma skilaboðunum á framfæri. En þegar ég mætti með fína spjaldið mitt á Kjarvalsstaði sem var hiitingarstaður þá réðust samkennarar mínir á mig og rifu af mér spjaldið og sögðu: ,,Nei, Ásta! Þetta er ekki svona kröfuganga!" Ég er sko bara sorrý, svekkt og sár. Þau voru bara öfundsjúk út í fína spjaldið mitt. Að vísu sá ég það síðan að þetta var ágætt því vegna kulda þá þurfti ég að dúða mig frekar mikið og fann enga húfu aðra en þessa rauðu og hún er frekar óflatterandi. Ég var að vísu í fínu, fínu vetrarkápunni minni en í þykkri peysu undir og með trefil svo ég leit í rauninni út eins og tunna með rauðum tappa. Svo það var kannski bara gott að þau skyldu taka af mér spjaldið fyrst ég tók mig ekki nógu vel út. Kröfugangan var fjölmenn og fundurinn mjög
Ég horfði á Spaugstofuna í fyrsta skipti í langan tíma um daginn. Þar voru þeir með nýjan texta við Stál og hníf þar sem sagði: Krít og tafla er merkið mitt. Trúnaðarmaðurinn okkar var búinn að semja nýjan texta við lagið áður en verkfall skall á og þar sagði: Krít og svampur er merkið mitt. Mér finnst það betra. Það viðrar vel til kröfugöngu.
Þetta er skemmtileg grein og mæli ég með að fólk lesi hana. Ég þekki það úr minni vinnu að sitja á stundum á alveg vita tilgangslausum fundum þar sem heillöngum tíma er eytt í eitthvað blaður sem skilar svo engri niðustöðu.Þetta pirrar mig því þetta truflar mig frá hinni raunverulegu vinnu sem er kennslan og undirbúningurinn fyrir hana. Því þegar ég kem heim til mín þá vil ég helst leggjast upp í sófa og lesa góða bók. Eða horfa á kassann. Eða bara whatever. Hins vegar held ég að allt þetta annríki komi til af því að fólk skilgreinir sig svo mikið út frá vinnunni sinni. Mér er minnisstætt samtal sem ég varð einu sinni vitni að. Samstarfsmaður minn er segja frá því að honum hafi seint að kvöldi til um sumar orðið það á að keyra dálítið greitt einhvers staðar úti á landi. Annar samstarfsmaður grípur andann á lofti og segir: ,,Já en, þú ert kennari. Hvurslags fyrirmynd ert þú?" Þetta þótti mér alveg magnað því samkvæmt þessu þá er ég kennari allan sólarhringinn allan ársins hring.
Láðist að nefna það í síðustu færslu að ofnæmið fer alveg ofboðslega í taugarnar á mér líka. Það hamlar því að ég geti lifað eins og ég vil lifa. Ég get ekki haft gæludýr inni á heimilinu og þegar ég heimsæki hesthúsið þá fer allt í voll. Ég er ennþá með einhvern vibba í augunum eftir glerullina. Ef ég hefði vitað að verkfallið myndi dragast svona á langinn þá hefði ég ekki gert það sem ég gerði þegar ég gerði það því þá hefði ég kannski getað fengið vinnu í verkfallinu. Hins vegar gerði ég það sem ég gerði þegar ég gerði það til þess að ég myndi ekki fara að vinna í verkfallinu því þá myndi mér bara halda áfram að líða eins og mér leið. Og það var ekki gott. Mér líður að vísu ekkert betur núna en veit þó að það verður betra og það er alltaf ágætt að vita það. Búin að skrá mig á námskeið um sögu kirkjunnar og Da Vinci lykilinn. Hlakka til.
Djö..., and..., hel... djö.... Ég bara þoli þetta ekki! Ég þoli það ekki að vera í þessu vanmetnaskítastarfi! Ég þoli það ekki að þetta hel... pakk geti ekki drullast til að semja við okkur! Ég þoli það ekki að þetta land þurfi að vera svona fáránlega lítið að maður geti bara ekki prumpað án þess að hálf þjóðin viti af því ! Ég þoli ekki þennan helv.. kulda og ég þoli ekki þessa ríkisstjórn og þetta Fjármálaráðherrafífl sem telur jafnrétti til aukaatriða! Ég vil fá betri vinnu einhvers staðar annars staðar! Helst í öðru landi! Þol'ett'ekki! Þol'ett'ekki! Þol'ett'ekki! Þol'ett'ekki! Þol'ett'ekki!
Ég fór með litlu systur í gær að rífa glerullareinangrun úr hesthúsinu. Við höfðum vit á því að vera með grímur svo við fengjum ekki rykið í nefið en þegar maður er með grímu þá er ekki hægt að vera með hlífðargleraugu. Mig klæjar svo í augun og vibbinn sem vellur... Ætla bara ekkert að fara nánar út í það. Ég er líka öll upphleypt í andlitinu eftir þetta. En það er samt ágætt að hafa eitthvað fyrir stafni. Sem minnir mig á það að ég á enn eftir að þrífa íbúðina. Æi...