Fékk 6 daga ókeypis kynningu svo ég stakk nefinu inn á líkamsræktarstöð og andaði á tækin. Það var ekkert svo óskaplega skelfilegt. Ég er að vísu alveg klárlega ómeðvituð um æfingagallatískuna í dag en var samt ekki hent út og hlátrasköllin voru ekki mjög há. Ætla að prófa að fara aftur á morgun. Sé svo til aftur kynningartímabilið. Búin að styrkja líkamsræktarstöðvar nokkrum sinnum með fjárframlögum án þess að taka neitt út í staðinn. En þetta var ekkert svo slæmt...
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.