þriðjudagur, mars 10, 2009

Köttur fæst gefins

Hann er blindur en hefur ekki hugmynd um það. Æðir þ.a.l. um, út og upp um allt. Þar sem hann sér ekkert þá ryður hann flestu um koll. Mjög auðvelt að rekja slóðina eftir hann. 
Hann stendur staðfastlega í þeirri meiningu að hann fái ekki nóg að borða og situr því um ruslafötuna í eldhúsinu. Fellir hana um koll og hleypur svo með matarleifar út um alla íbúð. 
Hann trúir því einnig að hann eigi ömmustólinn og reynir að klóra þann sem sest í hann. (Barnið). Honum finnst gaman að leika sér að fótum fólks. Situr fyrir þeim í launsátri og hangir svo á þeim nokkur skref. 
Hann skilur ekki hugtakið ,,gæludýr". Hann er sannfærður um að hann eigi að bíta og klóra alla sem koma nálægt honum. 
Hann er með mjólkuróþol, fær niðurgang. Kúkar þar fyrir utan reglulega á gólfið.
Kannski ekki versti köttur í heimi en fer mjög nálægt því. Anybody?


Treður sér alls staðar.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...