Færslur

Sýnir færslur frá júlí 30, 2006

Sumarið .. Eða eitthvað

Það er nú ekki það að sumarið á Norðurlandi sé svo stórkostlegt að ég geti ekki bloggað. (Að vísu er ágætur dagur í dag og ég hef verið að sóla mig á pallinum.) Og ekki er ég svona yfir mig upptekin af kærastanum, hann vinnur nefnilega meira og minna allan daginn og langt fram á kvöld. Ég kveiki bara einhverra hluta vegna ekki á tölvunni. Nema í dag. Ég á nefnilega von á uppskriftum í tölvupósti. Braveheart á afmæli á morgun? Héðan er allt gott að frétta. Ég var verkstjóri í unglingavinnunni. Hún er bara í einn mánuð hálfan daginn svo það var ósköp ljúft. Við þurftum bara einu sinni að fara í pollagallana svo sumarið er ekki alslæmt. Það mætti samt vera meiri sól. Það er gott að liggja á pallinum á sólbekknum. Ahh.. Unglingavinnan verður svo sennilega viku í viðbót eftir verslunarmannahelgina. Um verslunarmannahelgina verður Landsmót UMFÍ á Laugum og kvenfélagið ætlar að selja kökur og kleinur. Ég verð náttla þar. Ég gafst upp á verknum og fór í sjúkraþjálfun. Eins og venjulega fékk ég