Helvítis kerlingin skal þegja II

Í fyrri pistli var spurt á hvaða vegferð þeir menn væru sem gætu ekki samþykkt sínar eigin tillögur. Reyndar veit ég á hvaða vegferð alla vega annar þeirra er. Þetta er hluti úr bréfi lögfræðings hans til þáverandi lögfræðings okkar: Umbj. m. hefur falið mér að gera skýrt grein fyrir því við umbj. XXX að meðan allar bloggfærslur og samsvarandi færslur eru ekki teknar niður og skrifum hætt um málefni búsins verður ekki um frekara samstarf eða viðræður um lausn þessa máls að tefla. Gildir það jafnt um allar færslur á öllum miðlum. Þá fyrst þegar 4 vikur eru liðnar frá því bloggfærslur og aðrar samsvarandi færslur eru teknar niður og ekki hafa birtst að nýju eða aðrar nýjar færslur, þar sem fjallað er hvort heldur sem er með beinum eða óbeinum hætti um málefni umbj. m. og félagið og búrekstur, verður hægt að halda viðræðum áfram um lausn málsins. Birtist nýjar færslur eða finnist innan slíks tímabils, hefst nýtt 4 vikna tímabil þar sem umbj. m. mun ekki láta málið til sín taka eða vei