Jæja, þá er loksins komið jólafrí. Ég sat fram á síðustu stundu yfir prófum og einkunnagjöf, ég er nefnilega ekki ofurmenni eins og frændi minn.
Þar sem mér tókst að eyðileggja tölvuna hjá litlu systur þá er óvíst að mér takist nokkuð að blogga í jólafríinu. Annars er ég mjög ósátt við þessa tölvu. Litla systir fékk hana gefins og var fullt af einhverju drasli í henni. Harði diskurinn er ca. 95% fullur. Einhvers staðar heyrði ég að því fyllri sem diskurinn væri því hægar ynni tölvan. Svo ég tók mig til og hreinsaði út. Við notum jú ekkert nema Word og netið. En eftir tiltektirnar er ekki hægt að komast á netið. Tölvan kvartar linnulaust um að einhverju mwave hafi verið hent en það sagði hvergi að það snerti netið á nokkurn hátt. Þetta er eitthvað músikforrit sem á ekki að skipta neinu máli. Mér finnst að forritin eigi ekki að heita einhverjum skammstöfunum heldur nöfnum sem gefa notagildi þeirra til kynna. Eins og t.d. If you want to be able to get to the Internet you may not throw this out. Það myndi auðvelda mér lífið í alla staði. Ég er að reyna að kippa þessu í liðinn og vona að það takist sem fyrst því ég fæ þráhyggju yfir svona hlutum.
Ég er algjörlega fjúríus yfir hækkuninni á tóbaki. Ég veit að það er stórhættulegt að reykja, ég veit að ég á að hætta, ég vil hætta og ætla að hætta einhvern tíma. En ég þoli það gjörsamlega ekki að ríkisvaldið sé að neyða mig til að hætta. Mér finnst ríkisvaldið vera að segja við okkur: ,,Ok, nú er ég búið að segja ykkur hvað tóbak er hættulegt þó ég haldi áfram að selja það. En þið eruð svo heimsk að þið fattið ekki dæmið svo núna ætla ég að hækka verðið á þessu mjög svo ávanabindandi eiturlyfi svo þið venjulegu launþegarnir hafið ekki efni á því. Ég ætla samt ekki að hætta að selja það." Nei, ríka pakkið getur haldið áfram að reykja, sem er svo sem ágætt því þá losnum við fyrr við það. En að gera dópið mitt að einhverju forréttindadópi er fyrir neðan allar. Og að svipta mig frumkvæðinu að því að ákvarða líf mitt og heilsu er óþolandi líka.
Þetta er hrein og klár kúgun. Og ef ég held áfram að reykja þá er ég að gangast undir fjárkúgun. Djöfull þoli ég þetta ekki.
föstudagur, desember 20, 2002
þriðjudagur, desember 17, 2002
Sumir dagar eru tvímælalaust erfiðari en aðrir.
Þar sem prófin eru búin en skólinn ekki þarf auðvitað að hafa ofan af fyrir börnunum. Svo við fórum í Skautahöllina þar sem ég álappaðist til að reima á mig skauta. Orðatiltækið belja á svelli came to life og læt ég það duga um þá frammistöðu.
Þá var mér bent á það skýrt og skorinort að ég er víst mjög erfið í umgengni. Það stendur til að setja lítið borð og stól út í horn á kennarastofunni fyrir mig. Þá get ég átt mitt eigið sæti og þarf ekki að reka annað fólk upp frá borðum með frekju og yfirgangi. Ég geri fastlega ráð fyrir að borðið mitt verði nógu langt í burtu til að ég nái ekki að móðga einn eða neinn með hnitmiðuðum skotum mínum. Mér var nefnilega líka sagt að ég yrði að vera blíðari á manninn. Ég er sár.
Og til að kóróna allt saman þá á ég að skila einkunnum af mér á morgun svo ég verð greinilega við vinnu í alla nótt.
Þar sem prófin eru búin en skólinn ekki þarf auðvitað að hafa ofan af fyrir börnunum. Svo við fórum í Skautahöllina þar sem ég álappaðist til að reima á mig skauta. Orðatiltækið belja á svelli came to life og læt ég það duga um þá frammistöðu.
Þá var mér bent á það skýrt og skorinort að ég er víst mjög erfið í umgengni. Það stendur til að setja lítið borð og stól út í horn á kennarastofunni fyrir mig. Þá get ég átt mitt eigið sæti og þarf ekki að reka annað fólk upp frá borðum með frekju og yfirgangi. Ég geri fastlega ráð fyrir að borðið mitt verði nógu langt í burtu til að ég nái ekki að móðga einn eða neinn með hnitmiðuðum skotum mínum. Mér var nefnilega líka sagt að ég yrði að vera blíðari á manninn. Ég er sár.
Og til að kóróna allt saman þá á ég að skila einkunnum af mér á morgun svo ég verð greinilega við vinnu í alla nótt.
mánudagur, desember 16, 2002
Gvöð hvað það er þreytandi að fara yfir próf. Komin með verk í bakið og sé bara rautt. 2 down and 3 to go. Væri sennilega skynsamlegra að leysa prófið áður en ég byrja að fara yfir. Ætti ég að koma mér í færi, verða aumingjaleg og fiska annað faðmlag? Aðeins of áberandi kannski...
But then again, þeir fiska sem róa!
But then again, þeir fiska sem róa!
Þá er prófunum lokið hjá krökkunum og komið að mér að munda rauða pennann. Einkunnaafhending á föstudaginn, ég verð að fara að koma mér að verki.
Það er nú meira kæruleysið í þessu liði. Sat yfir í prófi og þurfti í alvöru að segja fólki að vera ekki að tala saman. Svo er ég orðin forpokuð líka. ,,Snúðu þér fram! Taktu lappirnar af borðinu! Sittu eins og manneskja!" Good grief, af hverju verður maður svona? Ég sem er ófær um að hafa lappirnar á gólfinu í sitjandi stöðu. Og ,,Sittu eins og manneskja" hvaða steypa er nú það?
Ú, ú. Fékk faðmlag í dag! Helvíti var það hyggelig.
Það er nú meira kæruleysið í þessu liði. Sat yfir í prófi og þurfti í alvöru að segja fólki að vera ekki að tala saman. Svo er ég orðin forpokuð líka. ,,Snúðu þér fram! Taktu lappirnar af borðinu! Sittu eins og manneskja!" Good grief, af hverju verður maður svona? Ég sem er ófær um að hafa lappirnar á gólfinu í sitjandi stöðu. Og ,,Sittu eins og manneskja" hvaða steypa er nú það?
Ú, ú. Fékk faðmlag í dag! Helvíti var það hyggelig.
sunnudagur, desember 15, 2002
Er að krepera úr leti og flakka bara á netinu. Þar sem flestir bloggarar sem ég les daglega eru líka að farast úr leti eða á kafi í jólaundirbúningi þá lét ég leiða mig áfram á ný mið. Get ekki sagt að ég sé mjög hrifin, full mikið af klámi og rassgataríðingum fyrir minn smekk. Ef meintir gagnkynhneigðir karlmenn hafa áhuga á því að sulla í saur þá geta þeir bara skitið á gólfið og runkað sér upp úr því. Undarlegt að það versta sem getur komið fyrir karlmann er að vera tekinn í rassgatið en það er allt í lagi að bjóða konum upp á það. Þetta snýst um niðurlægingu og ekkert annað. Eins og Litli Prinsinn í gömlu vinnunni sem fór í rassinn á kærustunni sinni og sagði öllum frá því voða stoltur.
Oj, bara hvað mig langar ekki að tala um analsex ég bara lenti á þessum síðum sem meint viti borið fólk linkar á...
Oj, bara hvað mig langar ekki að tala um analsex ég bara lenti á þessum síðum sem meint viti borið fólk linkar á...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...