Jæja, þá er loksins komið jólafrí. Ég sat fram á síðustu stundu yfir prófum og einkunnagjöf, ég er nefnilega ekki ofurmenni eins og frændi minn.
Þar sem mér tókst að eyðileggja tölvuna hjá litlu systur þá er óvíst að mér takist nokkuð að blogga í jólafríinu. Annars er ég mjög ósátt við þessa tölvu. Litla systir fékk hana gefins og var fullt af einhverju drasli í henni. Harði diskurinn er ca. 95% fullur. Einhvers staðar heyrði ég að því fyllri sem diskurinn væri því hægar ynni tölvan. Svo ég tók mig til og hreinsaði út. Við notum jú ekkert nema Word og netið. En eftir tiltektirnar er ekki hægt að komast á netið. Tölvan kvartar linnulaust um að einhverju mwave hafi verið hent en það sagði hvergi að það snerti netið á nokkurn hátt. Þetta er eitthvað músikforrit sem á ekki að skipta neinu máli. Mér finnst að forritin eigi ekki að heita einhverjum skammstöfunum heldur nöfnum sem gefa notagildi þeirra til kynna. Eins og t.d. If you want to be able to get to the Internet you may not throw
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.