Færslur

Sýnir færslur frá júlí 13, 2014

Málsvari djöfulsins

Mynd
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík vann mikinn varnarsigurinn í síðustu borgarstjórnarkosningum og náði inn tveimur fulltrúum. Það verður að teljast gott miðað við engan fulltrúa 2010. Við vitum öll hvernig flokkurinn fór að því: Hann reri á mið rasisma og útlendingahaturs. Og vissulega gerði hann það og samfélagsrýnarnir hafa verið ósparir á yfirlýsingarnar um mannhatur og hatursumræðu.  Það sem mér líkar hins vegar ekki er sú umræða að það megi alls ekki ræða málið. Mér er það fullkomlega ljóst að ég er að fara út á hálan ís hér en ég á óskaplega bágt með að trúa því að í Reykjavík búi 5865 rasistar . Ég leyfi mér að halda, vegna óbilandi trúar minnar á mannkynið, að alla vega helmingur þessara kjósenda sé fólk sem hefur innilokaðar og óorðaðar áhyggjur. Innflytjendamál hafa verið rædd á flestum kaffistofum en umræðan hefur aldrei fengið að fara lengra. Allar þreifingar um opna umræðu hafa verið kæfðar með ásökunum um fordóma og rasistastimplinum. Ég tel nauðsynlegt að þetta sé ræ

Blessað breytingaskeiðið

Mynd
Fyrir rúmum tuttugu árum síðan að sumarlagi byrjaði að stíflast á mér nefið og leka úr augunum. Bar ég mig aumlega við lækninn í fjölskyldunni sem setti í brýnnar og sagði kuldalega: „Þú verður að hætta að reykja.“ Það var nú reyndar nokkuð sama hvað að mér amaði, reykingarnar voru alltaf orsakavaldurinn. Vinkona mín sem var orðin leið á að hlusta á snörlið í nefinu á mér benti mér vinsamlegast á að það væri hægt að fá ofnæmistöflur án lyfseðils í næsta apóteki. Ég fjárfesti í slíkum og gat bæði andað og reykt þetta mesta frjókornasumar í Reykjavík í manna minnum. http://tcsmoking.wikispaces.com/Mouth+Cancer Núna hef ég lagt tóbakið á hilluna (í bili, alla vega, áskil mér fullan rétt til að falla hvenær sem er). Hins vegar er ég komin á fimmtugsaldur. Mér sýnist á öllu að á milli fertugs og fimmtugs gerist bara eitt í lífi kvenna: Þær fara á breytingaskeiðið. Nú hefur þessu blessaða breytingaskeiði verið gerð nokkuð nákvæm skil í blöðum, bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Einken