Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 11, 2018

Háls

Mynd
Árið 1922 keyptu hjónin Marteinn Sigurðsson frá Hrafnsstöðum og Aðalbjörg Jakobsdóttir frá Skriðulandi landið sem við búum nú á, Háls í Kinn. Marteinn og Aðalbjörg Sigurður og Aðaljörg eignuðust 5 syni; Helga, Sigurð, Jakob, Gunnar og Hrólf. Aðalbjörg lést því miður langt fyrir aldur fram 1953, rétt tæplega 58 ára gömul. Marteinn hins vegar náði 95 ára aldri og lést 1986. Þessi mynd er í sérstöku uppáhaldi. Sjáið hendina. Eins og gefur að skilja kynntist ég þessu fólki aldrei en litla stúlkan okkar Marteins er jörðuð hjá þeim.   Mér finnst gott að hugsa til þess að þau gæti hennar. Sigurður kynntist Helgu, stúlkunni á næsta bæ, Garðshorni. Þau byggðu sér hús úr landi Garðshorns sem þau nefndu Kvíaból. Landið hefur verið sameinað aftur undir nafni Kvíabóls. Sonur Sigurðar rekur þar nú ásamt fjölskyldu sinni   myndarbú eins og þekkt er. Jakob fékk hlut móður sinnar í Skriðulandi og bjó þar frá 1950-1952 er hann flutti alfarinn til Reykjavíkur ogt eignaðist þar b