Færslur

Sýnir færslur frá janúar 14, 2007

Það er ekki gallalaust

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár og svoleiðis. Bloggletin stafar að miklu leyti af símalínusambandinu, ég nenni bara ekki að sitja við tölvuna og svo var bara allt meinhægt. Þar til núna. Verð aðeins að hella úr skálum pirringsins. Þar sem það er allt útlit fyrir að ég sé flutt alfarin út á land þá ákvað ég að selja íbúðina mína í Reykjavík. Ég var með fína leigjendur sem fengu aðra íbúð svo ég ákvað að skella íbúðina bara í sölu. Hún er metin lægra heldur en eins íbúðir í nærliggjnadi húsum og er ég nú ekkert sérstaklega sátt við það en fasteignasalinn bendir á að hinar íbúðirnar séu nú ekkert að fljúga út svo ég sætti mig við þetta. Ungur maður hefur áhuga og skoðar og gerir svo tilboð milljón lægra en beðið er um. Ókey, strákinn langar að leika svo ég geri gagntilboð sem er 250 þús. lægra en upphaflega var beðið um. Daginn eftir fæ ég gagn-gagntilboð þar sem ungi maðurinn hefur hækkað sig um alveg heilar 200 þús. Ég segi fasteignasalanum ég nenni nú ekki einu sinni að svara þessu. Ég