Færslur

Sýnir færslur frá desember 20, 2015

Skólamálaumræða 2. tbl.

Tók saman skólamálaumræðuna þaðan sem frá var horfið síðast enda margt búið að gerast.

Plötuskápur foreldra minna

Mynd
Ég hef alltaf haft gaman að tónlist. Ég veit ekki hvernig það kemur til en ég man þegar foreldrar mínir keyptu sér "græjur." Það var svona sambyggður kassi, sem er víst mjög retró og flott í dag, og ég var alveg heilluð af græjunni. Svo fóru að berast plötur inn á heimilið. Ég lenti í einelti sem barn og var því einmana og asnalegur krakki. Mínar bestu stundir átti ég við þessar græjur, hlustandi á plötur foreldra minna, taka þær upp, uppgötva kanann. Foreldrar mínir áttu hvorki mikið né veglegt plötusafn. Einu sinni var kom fljótlega inn á heimilið og hafði ég óskaplega gaman að henni. Spilaði hana í ræmur eins og sagt er. Pabbi virðist ekki hafa verið mjög mikill áhugamaður um tónlist því hann keypti aðallega e.k. safnplötur. Best fannst mér Juggernauts of the early 70's því á henni voru rokklög, m.a. "Mama told me not to come." Hann keypti alla vega fjórar Top of the Pops plötur sem voru með hálfberum stelpum framan á. Engum þótti það neitt athuga