Færslur

Sýnir færslur frá júlí 12, 2015

Léleg þjónusta

Mynd
Snati er sóði. Hann er með skítakleprana hangandi utan á sér. Ég reyni eins og ég get að klippa þá af honum og baða hann en hann er viðkvæmur á ákveðnum stöðum. Þegar ég reyni að klippa kleprana í kringum rassinn glefsar hann í hendina á mér. Hann hefur ekki meitt mig og blóðgar ekki en mér er illa við þetta. Ég reyndi um daginn að binda um trýnið á honum rétt á meðan en hann er fljótur að losa sig við það. Svo ég komst að þeirri niðurstöðu að okkur vantaði múl. Ég athugaði með hann á Akureyri en fann ekki svo ég ákvað að panta hann af netinu. Fann ég múl á síðunni Dýralíf.  Ég set múlinn í körfuna og athuga svo með sendingarkostnað. Það stendur skýrum stöfum að hann sé kr. 0 en einhvern veginn grunar mig að ég verði látin borga burðarkostnaðinn svo ég ákveð að panta meira. Leiðist alveg rosalega að borga álíka mikið í burðarkostnað og fyrir vöruna. Svo ég panta líka mat fyrir litla hundinn og hundanammi handa þeim. Í dag kemur pöntunin. Og að sjálfsögðu þurfti ég að borga sending