Færslur

Sýnir færslur frá maí 22, 2016

Störf og mannaráðningar

Mynd
Undanfarin ár hefur verið starfandi í einum manni veitustjóri og umsjónamaður eigna í Þingeyjarsveit. Nýverið ákvað sá maður að minnka við sig og verða aðeins veitustjóri í hlutastarfi. Eins og segir í bréfinu þá var auglýst eftir starfskrafti til að sinna restinni af verkunum en einhver endurskipulagning starfssviða stóð til. Þann 26. apríl síðastliðinn auglýsir Þingeyjarsveit laust til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna og framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Ekki er sagt hversu stórt starfshlutfallið er og þykir mér þá eðlilegt að ætla að um fullt starf sé að ræða. Þar sem ég hef ekki séð neitt um endurskipulagningu starfssviða þykir mér líklegt að stjórnsýslan sé að stækka við sig enda yfirbygging sveitarfélags aldrei of stór.  Þann 20. maí síðastliðinn er okkur svo sagt hver var ráðinn. Þetta virðist hinn ágætasti maður, ungur og efnilegur. Ég skal þó viðurkenna að ég undrast tvennt:  Ungi maðurinn er með sveinspróf í húsasmíði ekki meistararéttindi. Sótti enginn með me