Færslur

Sýnir færslur frá júní 5, 2011

Manndómur og Landsdómur

Það er ekki oft sem mig setur hljóða. Það átti sér samt stað fyrir skömmu þegar fregnir bárust af stuðningsfundi Geirs H. Haarde í Hörpu. Það má deila um sanngirni þess að Geir standi einn eftir ákærður. Sumum, m.a. mér, hefðu þótt sanngjarnast að allir tilnefndir hefðu fengið ákæru. Svo fór ekki en það þýðir ekki að það sé ósanngjarnt að ákæra Geir. Það er altítt að ,,stjórinn" sé látinn bera ábyrgðina. Skipstjóri er gjarna látinn fara eftir nokkra slaka túra. Íþróttaþjálfarar einnig. Er það á einhvern hátt óeðlilegt að forsætisráðherra sé látinn bera ábyrgð á ríkisstjórn sinni? Það má vel vera að Geir H. Haarde hafi ekki gert neitt rangt. Sé svo hlýtur þá ekki Landsdómur að komast að einmitt þeirri niðurstöðu? Hvernig má það vera að maður sem komist hefur til æðstu metorða innan valdastofnana samfélagsins treysti nú ekki þessum sömu valdastofnunum? Valdastofnunum sem hann sjálfur átti þátt í að móta og manna. Hvað megum við hin þá segja? Geir reynir að halda því fram að þeir