Færslur

Sýnir færslur frá júní 14, 2015

Femínískt kynlíf

Mynd
Fyrir einhverju síðan las ég þá fullyrðingu hjá andfemínista sem var einhvern veginn í þá veru að kynlíf væri sóðalegt* og við femínistarnir yrðum bara að sætta okkur við það.   Nýverið gerðist svo tvennt: Páll Vilhjálmsson skrifaði pistilinn Vont kynlíf er ekki nauðgun – strákasjónarhorn og ég rakst á gamla uppáhalds bók á netinu. Strákur Núna ætla ég að rekja þetta saman. Mér þykir alveg gríðarlega sorglegt að fólk upplifi kynlíf sem sóðalegt og verði bara að sætta sig við það. Kynlíf er frábært, það er gott og það er m.a.s. stundum fallegt. Það getur líka alveg verið sóðalegt ef fólk vill það en það á aldrei nokkurn tíma að sætta sig við eitt eða neitt í kynlífi. Páll segir í athugasemd við athugasemd við grein sína að: Kynlíf er í grunninn dýrsleg hegðun sem þjónar þeim tilgangi viðhalda stofninum. Það má svo sem vel vera en við erum nú komin ansi langt frá okkar dýrslega grunni. Ef við ætluðum að halda okkur við þessa skilgreiningu þá eiga auðvitað allar