Færslur

Sýnir færslur frá apríl 8, 2012

Helv... bændurnir alltaf hreint.

Mynd
Í gær birtist frétt á dv.is um íslenskan mann búsettan í Noregi sem þakkar fyrir að fá ,,niðurgreitt” íslenskt lambakjöt . Athugasemdakerfið er opið og ekki leið á löngu að halinn sem fylgdi fréttinni var orðinn ansi langur.  Inntakið í mörgum athugasemdunum, alls ekki öllum, var í stuttu máli; helvíts bændurnir. Nú reyndu nokkrir að benda á að það er enginn útflutningsstyrkur á útfluttu kjöti en það vakti litla athygli. Aðrir reyndu að benda á að bændur fá um 400-500 kr/kg á meðan það væri selt á 1100-1200 út úr búð. (Skv. einni Facebook færslu sem gengur á milli er kjötið ívið dýrara í Noregi. Sel ekki dýrar en ég keypti.) Nú er þetta ekki ný umræða en kemur mér samt alltaf á óvart. Ég skil ekki alveg af hverju bændum er kennt um hátt matarverð. Þ.e.a.s. ef matarverðið er hærra hér en annars staðar. Reikniskúnstir eru margvíslegar. Er matarkarfan hér dýr miðað við laun, t.d.? Spyr sú sem ekki veit. Muni ég rétt þá eru íslenskar landbúnaðarafurðir innan við 10% af hei