Færslur

Sýnir færslur frá maí 13, 2012

Flugslys í beinni

Þarf ég að segja meira? Þessi fréttamennska í gær er fyrir neðan allar hellur. Sem betur fer fór allt vel og allar líkur voru á að allt færi vel. En það er ekkert fréttnæmt við það. Eftir hverju var verið að bíða? Ég veit það eitt að mig langaði ekki að horfa á það í beinni.

Dropi í bakkafullan lækinn

Nú virðist baráttan um forsetaembættið vera að fara af stað og hefur sitjandi forseti slegið tóninn í þeirri baráttu. Það sem mér finnst merkilegast, og reyndar sorglegast, er að nú virðist flokksskírteini frambjóðandans skipta mestu máli. Og auðvitað það hvort hann hafi einhvern tíma haft flokksskírteini. Ég man ekki eftir þessari umræðu um Vigdísi þótt einhvern tíma hafi ég heyrt því fleygt að líklega væri hún vinstrisinnuð. Auðvitað er það hreinn barnaskapur að halda að fullorðið fólk hafi ekki pólitískar skoðanir. Allir hafa jú, kosið um ævina og myndað sér einhvers konar skoðun. En nú á sem sagt að draga flokkspólitískar línur um frambjóðendur. Virðist það aðallega vera Þóru Arnórsdóttur til hnjóðs að tengjast Samfylkingunni. Það virðist alveg gleymt að Ólafur Ragnar var formaður Alþýðubandalagsins á sínum yngri árum og þ.a.l. vinstrimaður Hins vegar get ég ekki séð að flokkslínur skipti neinu máli. Engin ríkisstjórn hefur þurft að dragnast með annan eins hælbí