Færslur

Sýnir færslur frá október 6, 2013

Haltu kjafti, vertu sæt og éttu skít.

Mynd
Í 9. tbl. Nýs Lífs 2013 er viðtal við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur þar sem hún lýsir samskiptum sínum við þekkt par sem endaði með að hún kærði þau fyrir nauðgun. Iðulega kom upp í hugann við lesturinn: ,,Af hverju sagðirðu ekkert? Af hverju gerðirðu ekkert?"  Nema hvað að ég veit af hverju hún sagði ekkert né gerði ekkert því ég man eftir óöruggum stelpukjána fyrir um aldarfjórðungi síðan. Sem betur fer lenti ég aldrei neinum slíkum ósköpum en ég man vel eftir þegar ég fór sextán ára gömul, nýbyrjuð í menntaskóla, í klippingu. Sítt-að-aftan var að syngja sitt síðasta og ég vildi láta klippa mig þannig að ég væri með síðara að ofan og styttra í hliðum. Ég settist í stólinn hjá fullorðinni konu sem sagði um leið og ég settist: ,,Já, ég veit alveg hvernig þið viljið láta klippa ykkur." Svo eyddi hún tímanum í að spjalla við stöllu sína og ég gekk út með það ljótasta mullet sem ég hef nokkurn tíma séð. Af hverju sagði ég ekkert? Af hverju gerði ég ekkert? Það er