Þetta byrjaði allt með tárinu hans Binga. ,,Ég er ungur maður með ung börn," og svo kom kúnst pása og tár. Þetta var smart tár enda í fyrsta skipti sem íslenskur, karlkyns stjórnmálamaður grét. Aumingja Vilhjálmur reyndi seinna að vísa til þess að hann ætti fjölskyldu en Villi er bara ekki eins sjarmerandi og Bingi. Lestin var samt farin af stað. Eftir Gleðigönguna 2011 sagði Páll Óskar: Það er engu líkara en sá eini sem fær að vera í friði í þessum heimi sé hvítur straight karlmaður í jakkafötum, hægrisinnaður og á peninga. Og stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni. Allt annað má kalla einhverjum nöfnum. Allt annað er hægt að uppnefna: „Helvítis femínisti, helvítis kellingar, helvítis hommar, helvítis þið, bla, bla!“ Þannig að út með kvenfyrirlitninguna, út með fyrirlitningu á öðrum kynþáttum, öðru fólki sem er af annarri stöðu og stétt en þú. Við eigum öll að sitja við sama borð. Og til þe
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.