Færslur

Sýnir færslur frá maí 25, 2014

Aumingja, vesalings valdhafarnir

Mynd
Þetta byrjaði allt með tárinu hans Binga. ,,Ég er ungur maður með ung börn," og svo kom kúnst pása og tár. Þetta var smart tár enda í fyrsta skipti sem íslenskur, karlkyns stjórnmálamaður grét. Aumingja Vilhjálmur reyndi seinna að vísa til þess að hann ætti fjölskyldu en Villi er bara ekki eins sjarmerandi og Bingi. Lestin var samt farin af stað. Eftir Gleðigönguna 2011 sagði Páll Óskar: Það er engu lík­ara en sá eini sem fær að vera í friði í þess­um heimi sé hvít­ur straig­ht karl­maður í jakka­föt­um, hægris­innaður og á pen­inga. Og stund­um er þessi karl­maður með Bibl­í­una í ann­arri hendi og byss­una í hinni. Allt annað má kalla ein­hverj­um nöfn­um. Allt annað er hægt að upp­nefna: „Hel­vít­is femín­isti, hel­vít­is kell­ing­ar, hel­vít­is homm­ar, hel­vít­is þið, bla, bla!“ Þannig að út með kven­fyr­ir­litn­ing­una, út með fyr­ir­litn­ingu á öðrum kynþátt­um, öðru fólki sem er af ann­arri stöðu og stétt en þú. Við eig­um öll að sitja við sama borð. Og til þe

Að sundra með sameiningu

Mynd
Þegar ég var krakki í grunnskóla var settur á okkur berklaplástur árlega. Það var mjög vont að taka hann af og reyndi ég yfirleitt að juða honum si sona hægt og rólega af tímunum saman. Þegar mamma mín var orðin þreytt á þessu nuddi réðst hún á mig og reif skrambans plásturinn af í einum rykk. Ár eftir ár. Og á hverju einasta ári hataði ég þessa konu, í svona ca. 10 sekúndur en þá leið sviðinn frá og ég gleymdi þessum óbærilega, hroðalega sársauka og illsku alheimsins sem átti í samráði við móður mína. Í u.þ.b. ár. Móðir mín vissi ekki af þessum möguleikum. Þessi minning hefur iðulega skotið upp kollinum þegar umræður um sameiningu skóla í Þingeyjarsveit ber á góma. Sem er oft. Ár eftir ár eftir ár.... Það hefur sem sagt verið í deiglunni eins lengi og elstu menn muna (kannski ekki alveg en feels like it) að sameina þessa þrjá grunnskóla (eða tvo, það fer eftir því hvernig á það er litið) sem reknir eru í Þingeyjarsveit. Kannski rétt að taka fram fyrir ókunnuga að Þingeyjarsve