Færslur

Sýnir færslur frá janúar 19, 2014

Fullkomlega eðlilegar embættisfærslur

Mynd
Ekkert lógó ;) 2009. Ákveðið að leggja niður Tónlistarskólann við Hafralæk og gera hann að undirdeild í skólanum. Auglýst er eftir deildarstjóra í 100% stöðu og er ,,æskilegt" að hann hafi píanó og kórstjórn á valdi sínu. Gróa Hreinsdóttir sem hafði sinnt afleysingum sem skólastjóri og er bæði píanókennari og kórstjóri sækir um en einnig ungur maður frá Brasilíu. Hann kann hvorki á píanó né kórstjórn. Hann er engu að síður ráðinn í 100% stöðu sem og eiginkona hans í óvænta og óauglýsta 60% stöðu. Framhald þeirrar sögu þekkja lesendur mínir núorðið. 2010-2011 Vegna barnafjölgunar í Barnaborg (leikskóli sem er undirdeild í Hafralækjarskóla) er ákveðið að opna útibú í skólanum sem er skírt Lækjarborg og elstu börnin send þangað. Ung kona frá Þýskalandi sem hefur unnið við leikskólann frá ca. 2006 og er menntaður grunnskólakennari er fengin til að fara yfir og gerð að deildarstjóra. Enginn annar starfsmaður vildi taka þetta að sér. Með henni er nýráðin ung einstæð móðir. U

Varðandi tilkynningu frá Þingeyjarsveit.

Þann 2. júni 2013 barst sveitarstjóra og formanni fræðslunefndar tölvupóstur frá foreldri barns í Þingeyjarskóla. Bréfið ber yfirskriftina Kvörtun vegna viðhorfs skólastjóra og skólasálfræðings Hafralækjarskóla til eineltis og hefst á orðunum Kæra Þingeyjarsveit.* Nú mætti ætla að bréf sem ávarpar Þingeyjarsveit ætti erindi til sveitarstjórnar en það er sveitarstjóra að meta slíkt. Hins vegar á bréfið klárlega erindi við fræðslunefnd. Bréfið var rætt utan dagskrar í fræðslunefnd og almennir fulltrúar fræðslunefndar fengu ekki afrit af bréfinu né að sjá það yfir höfuð.  Hvaða upplýsingar þeir nákvæmlega fengu er ómögulegt að segja. Hins vegar er ljóst að bréfinu sjálfu var ekki hleypt lengra, það var ekki rætt sem trúnaðarmál á fundi fræðslunefndar, það var ekki fært í trúnaðarmálabók og koma bréfsins var ekki nefnd einu orði þegar gerð var grein fyrir fundargerð fræðslunefndar á sveitarstjórnarfundi. Tilvera bréfsins er því væntanlega hvergi skráð í gögnum Þingeyjarsveitar. Fe