Færslur

Sýnir færslur frá 2012

Femme fatale

Mynd
Undanfarið hefur þjóðin fengið að fylgjast með leit lögreglunnar að strokufanganum Matthíasi Mána Erlingssyni. Mikið hefur verið gert úr flóttanum og á stundum jaðrað við hetjudýrkun. Já, hetjudýrkun. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart þar sem fjölmiðlar hafa nýverið byrjað á þeim undarlega andskota að upphefja menn eins og Annþór nokkurn, Börk og Jón stóra. Því miður stjórnast umfjöllun fjölmiðla af eftirspurn og svona ,,fréttir" fá flestar flettingar. Þá hafa fjölmiðlar margir sett upp athugasemdakerfi sem hafa reynst hinar hroðalegustu rotþrær. Þjóðarsálin er ekki fögur. En svona virkar þetta sem sagt. Sú frétt sem fær flestar flettingar og lengsta umræðuhalann selur best. Ég hef enga sérstaka skoðun á fangelsismálum Íslendinga. Mér þætti gott ef e.k. betrunarvist ætti sér stað en ég átta mig einnig á að iðulega er um hefnd samfélagsins að ræða. Mér þykir það í sjálfu sér gott og gilt. Mér er það ekki til efs að fórnarlömbum líði betur vitandi af árásarmönnu

Er bókmenntafræði gervivísindi eða misskildi ég þetta svona herfilega?

Mynd
Nú eru komin ein 20 ár síðan ég sat í bókmenntafræðinni. Ég fór þaðan í kennslufræðina og svo í kennslu og hef því aldrei ,,starfað" sem bókmenntafræðingur og er því kannski farin að ryðga eitthvað í fræðunum. Hins vegar hélt ég að ég beitti mínu námi í kennslunni. Nú eru hins vegar farnar að renna á mig tvær grímur. Það fyrsta sem mér var kennt í bókmenntafræðinni var það að höfundurinn væri ,,dauður". M.ö.o. að álit höfundarins á því sem hann hefði skrifað skiptir engu. Höfundurinn heldur að hann sé að segja eitthvað ákveðið en þar sem hann er spegill samtíma síns þá speglar hann margt fleira í verki sínu. Þá getur hann einnig verið að segja eitthvað allt annað en hann heldur. Það nefnilega gerist stundum að fólk telur sig vera einhverrar skoðunar en er það bara alls ekki. Þannig að þegar við ætluðum að túlka eitthvert verk þá þýddi ekkert að hringja í höfundinn og spyrja hann að því hvað hann væri að segja. Hann hefði enga hugmynd um það. Nú má vel vera að

Andskotans aumingjaskapur er þetta, Sigmundur Davíð.

Það er alveg greinilegt að Sigmundur Davíð og stuðningsmenn sjá ekki fram á öruggan sigur í profkjöri og ætla því að reyna að þvinga honum í efsta sætið. Ég hvet Sigmund Davíð til að taka slaginn eins og hugrökkum foringja sæmir og fagna þá sigri eða tapa með reisn. Annað er bara andskotans aumingjaskapur. PS. Ef þú vilt fara í meiðyrðamál við lítilmagnann eins og þú átt kyn til þá heiti ég Ásta Svavarsdóttir og bý í Þingeyjarsveit.

Hlutdeild í launum

Bændur búa við mikinn lúxus. Þeir búa í víðáttunni og njóta náttúrufegurðar, kyrrðar og friðar. Skepnurnar ganga værukærar á beit í grænu grasinu fyrir utan gluggann. Svo hafa þessir forréttindapúkar greiðan aðgang að eggjum, kjöti og mjólk. Er því ekki eðlilegt að þetta fólk sem hangir heima hjá sér allan daginn og ,,vinnur" þegar því hentar taki að sér hross í hagagöngu ókeypis? Er það einhver aukavinna? Eða láti hey fyrir lítið? Eða splæsi lambalæri eða tveimur? Jafnvel heilu skrokkunum? Það er alveg slatti af fólki í fullri vinnu á fullum launum annars staðar sem finnst þetta eða hvaðeina sem því dettur í hug eðlileg krafa af því það tengist viðkomandi býli á einhvern hátt. Mér finnst það ekki. Grasið er grænt af því að það er búið að bera á það milljóna króna virði af áburði. Flestar skepnur þurfa að vera á húsi allan veturinn og þeim þarf að gefa hey. Hey sem þarf að slá með dráttarvélum, snúa nokkrum sinnum, raka í garða og loks rúlla, allt með tilheyrandi tækj

Íslenskt ævintýr

Mynd
Inngangur. Einu sinni var ungur maður sem hét Tvírekur. Tvírekur var silfursmiður góður sem sérhæfði sig í smíði armbanda. Tvírek langaði til að sjá sig um í heiminum áður en hann festi rætur og fór á flakk. Tvírekur hafði ekki ferðast lengi þegar hann kom í þorpið Nepó. Nepó lifði á námavinnslu. Þorpið átti gull-, silfur- og demantanámur. Flestir þorpsbúa höfðu viðurværi sitt af því að vinna í námunum. Tvírekur ákvað að staldra við og fékk vinnu í silfurnámunni. Svo gerðist það sem einstaka sinnum hendir unga menn, hann varð ástfanginn af stúlku. Tvírekur var alveg sáttur við að setjast að í Nepó því auk námanna voru níu fyrirtæki sem sérhæfðu sig í að vinna demanta, silfur og gull. Þrjár hreinsunarstöðvar sáu um að forvinna demantana, silfrið og gullið. Þá voru sex smiðjur sem sérhæfðu sig í vinnslunni og þar af var eitt, Caterva,   sem sérhæfði sig í silfurarmböndum. Tvírekur sá ekki betur en framtíðin væri björt. Vissulega var erfitt að fá vinnu hjá skartgripasmi

,,Ég get bara ekkert gert fyrir þig."

Mynd
Um daginn dó blandari heimilisins svo ég fór í ónefnda verslun á Húsavík til að kaupa nýjan. Ég hef alltaf (fyrir utan smá vesen með þvottavélina) fengið fyrirtaks þjónustu hjá fyrirtækinu. Þar sem blandarinn er aðallega notaður til að blanda skyrdrykki þá keypti ég lítinn og nettan blandara sem heitir Smoothie to go.  Líða nú nokkrir dagar og ég hæstánægð með nýja blandarann. Í gær gerist það að ég er að skrúfa glasið á en finnst það ekki smella rétt en get ekki skrúfað það lengra og set af stað. Átta mig þá á að eitthvað er ekki í lagi og stoppa strax og skrúfa glasið í sundur. Þá hefur þéttingin í lokinu losnað, hefur farið í hnífinn og er komin í þrjá hluta. Ég hugsa með mér að þetta sé nú ekki mikið mál, hringi í ónefndu búðina og spyr hvort þau geti ekki útvegað mér nýjan hring. Og, nota bene, ég er alveg tilbúin að líta á þetta sem minn klaufaskap og borga fyrir hringinn. Ungi maðurinn sem svarar segist þurfa að hringja í Heimilistæki og athuga með varahluti. Stuttu se

Perfect timing!

Þegar ég ákvað að flytja í Aðaldalinn þá fékk ég vilyrði fyrir hvolpi. Mér fannst það alveg tilvalið að fá mér hund fyrst ég væri nú að flytja í sveit. Þegar ég kom að skoða aðstæður komst ég, því miður, að því að gæludýrahald væri bannað á skólalóðinni. Hins vegar var ákveðið að samræma reglur hins nýlega sameinaða sveitarfélags þann 18. des. 2008 og gæludýrahald var leyft á lóðinni. Stuttu seinna flytur nýráðinn þjónustufulltrúi sveitarfélagsins inn í við hliðina á mér með tvo hunda. Þvílík tilviljun!

Aðflutt og útskúfuð

Um vorið 2005 var auglýst eftir kennara í Árbót. Ég sótti um og fékk starfið. Ég stóð í þeim leiða misskilningi að það vantaði kennara á landsbyggðina en það er klárlega rangt. Alla vega er nóg af réttindakennurum hér. Mér var fljótlega gert ljóst að yrði af uppsögnum yrði ég látin fara fyrst. Ég nýkomin með allt mitt hafurtask þvert yfir landið. Gaman. Liðu nú samt 5 ár á meðan ég hékk á vinnu. En börnum í sveitum landsins fækkar sífellt. Svo kom skellurinn.  Á þessum 5 árum gerðist hins vegar ýmislegt. Ég kynntist manni og gifti mig. Maðurinn minn er bóndi svo við erum átthagafjötruð hérna. Nú eru líka komin börn. Ég seldi íbúðina mína í Reykjavík og setti aleiguna í óseljanlegt hús. Það varð efnahagshrun og atvinnuleysi sem var nánast óþekkt á Íslandi varð alvöru vandamál. Skyndilega eru fjölmargir umsækjendur um stöður sem þar til hafði verið erfitt að manna. Ég varð fertug og komst þar með í óvinsælasta hóp atvinnuumsækjenda. Hér er enga vinnu að hafa. Ég sæki um það litl

Ögmundur, aftur.

Að öllu gamni slepptu þá er það algjörlega óþolandi þegar verið er að setja verklagsreglur til að komast hjá klíkuráðningum og persónulegu mati valdhafans til að ráða þann sem honum er þóknanlegastur að það sé hægt að skauta fram hjá því með einhverju bulli um ,,persónulega kosti." Hvaða persónulegu kostir eru þetta? Að vera valdhafanum  þóknanlegur? Hvernig stendur svo á því þegar þessar ráðningar eru kærðar og dæmdar ólögmætar sí og æ að ekkert er gert? Leggjum þessa kærumöguleika bara niður. Þeir eru tilgangslausir.

Rosalegur klaufaskapur hjá Ömma og Norðurþingi

Það vita það allir að ef maður vill ákveðið fólk í stöðurnar þá er langbest að auglýsa ekki ! Svo til að sýnast þá auglýsir maður það sem skiptir ekki máli. Í alvöru. Þetta vita nú allir.

Smokkur eður ei.

Nú hef ég lítillega fylgst með máli Julian Assange og hef í sjálfu sér litla skoðun á því hvort um ,,samsæri" sé að ræða til að koma honum til Bandaríkjanna. Hins vegar finnst mér varhugavert að grunaður glæpamaður geti sett einhverja skilmála fyrir því hvort honum náðsamlegast þóknast að mæta í yfirheyrslu. En það var ekki það sem ég ætlaði að tala um heldur smokkaleysið. Nú sá ég á dv.is (nenni ekki að leita að því) frétt um málið og í umræðuhalanum sem fylgdi var mörgum sem þótti sakarefnið mjög ómerkilegt en Assange er sakaður um kynferðisbrot að því leyti að hafa ekki notað smokk í annars samþykktum samförum. Þetta er alveg sorglega gamaldags og fyrirsjáanlegt viðhorf. Gamaldags að því leyti að það felur í sér að kona sem stundar frjálsar ástir á í raun allt illt skilið. Nú er ég af AIDS-kynslóðinni og það var hamrað á því að við ættum að nota smokkinn. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að fólk noti smokk í one-night-stand. Og mér finnst fullkomlega eðlilegt að annar aðili

Að gera fólk vanhæft.

Mynd
Ég hef gaman af flestu bresku sem og glæpasögum. Það leiðir því af líkum að ég hef afskaplega gaman af bæði Lewis og Barnaby ræður gátuna. Síðastliðna helgi var sýnd Barnaby –mynd og gott sjónvarpskvöld því í vændum. Því miður missti ég af byrjuninni en þegar ég kem inn í myndina þá er e.k. yfirmaður á staðnum, nefndur Undradrengurinn ef minnið bregst ekki, sem er að líta eftir vinnubrögðum vina okkar. Líklega hefur hann átt að bæta afköst deildarinnar eða eitthvað þvíumlíkt en eins og fyrr sagði þá missti ég af byrjuninni. Undradrengurinn fór í taugarnar á Barnaby og hann sinnti ekki því sem hann lagði til. Henti m.a. tímaskema sem hann átti að fylla út. Þetta átti klárlega að vera hliðarbrandari í myndinni og fyrst í stað hló ég að þessu. Þegar líða fór á þá fannst mér þ ið? ﷽﷽﷽﷽﷽﷽ er ir ekki vinnunni sinni. En hvað nfn skoða afköst deildarinnar eða þvra yfirmaður einhvers staðar og nj etta ekki alveg jafnfyndið. Þetta minnti mig nefnilega leiðinlega mikið á viðbjóðs fyr

Tannlæknaraunir - framhald

Mynd
Fyrir ári síðan fyrir ég til tannlæknis eins og ég gerði ítarlega grein fyrir hér . Tönnin hefur verið tiltölulega í lagi síðan ég fór til hins tannlæknisins, ekki alveg 100% en tiltölulega í lagi. Ég ætlaði bara að bíða eftir að minn tannlæknir kæmi aftur en þá tekur hann upp á þeim óskunda að hætta! Lovely. Í júní tek ég eftir því að tannófetið er farið að verða viðkvæmt aftur. Þolir illa að fá á sig eitthvað hart.  Brauð með korni og múslí er stórhættulegt. Svo ég ákveð að hringja í hinn tannlækninn og þá jafnvel að óska eftir að verða hans skjólstæðingur til frambúðar. Þá er hann farinn í frí í einhverjar 6 vikur. Fine. Ég ákveð þá að venda mínu kvæði í kross og finna tannlækni á Akureyri. Hitti ég hann í gær. Jú, það er alveg ljóst að það er viðkvæmur blettur í tönninni. Hann heldur að það sé slit. (Okey?) En hann gæti þurft að taka upp alla fyllinguna þótt honum finnist það ólíklegt. Já, þakka þér fyrir. Nú skulum við fara í gegnum þetta: Ég er hjá tannlækni sem ég er ánægð

Tómatsósubrandarinn og strætóferðin eilífa

Best að ég klári þetta fyrst ég byrjaði á því. Þegar ég var krakki, sennilega einhvers staðar á forgelgjunni, gekk brandari. Hann var einhvern veginn svona: Tveir gamlir menn sitja saman á bekk. Þá sjá þeir álengdar þriðja manninn. -Er þetta ekki Jón? spyr annar. -Nei, þetta er Jón, svarar hinn. -Ó, mér sýndist þetta vera Jón segir þá hinn fyrri. Brandarinn gekk sem sagt út á það að þeir væru orðnir heyrnarsljóir, ha,ha. Svo gerist það eitt sinn heima að fjölskyldan sest að snæðingi og það vantar tómatsósu á borðið. Pabbi stendur upp til að sækja hana. Þá segir mamma: -Tómatsósan er í ísskápnum. Pabbi er eitthvað annars hugar eða hefur misheyrt og svarar: -Nei, tómatsósan er í ísskápnum. Þá fer eldri systir mín að hlæja og klykkir út minnug brandarans. -Ó, ég hélt að tómatsósan væri í ísskápnum. Þetta fannst fjölskyldunni óskaplega fyndið. Verandi það barn sem ég var þá áttaði ég mig greinilega ekki á að þetta var svona 'staður og stund' brandari og asnast til að segja

Að klippa vængina af englunum

Mynd
Það eru notaðar ýmsar aðferðir við uppeldi á börnum. Ein er að segja sögur og ævintýri sem fela í sér ákveðinn boðskap. Stundum eru ævintýrin mjög einföld og til þess ætluð að stöðva ákveðna hegðun. Á mínu æskuheimili var sagt við okkur systurnar að ef við klipptum út í loftið með skærum þá værum við að klippa vængina af englunum. Ég man ekki nákvæmlega hvenær þetta var sagt við mig fyrst, ég man bara að ég var barn og mamma sagði þetta og við ræddum það eitthvað nánar mæðgurnar að það væru litlir englar allt í kringum okkur. Ég held ég fari rétt með að þetta komi frá ömmu minni. Svona ævintýri eitthvert sem oft fylgir fjölskyldum. Nú má vissulega ræða um hindurvitni og annað slíkt en auðvitað var þessu ætlað að stöðva óæskilega hegðun. Í sjálfu sér sé ég ekkert rangt við að nota fallega hugmynd til þess að stöðva hegðun. Nægar eru skammirnir. Fyrir mér var þetta alveg skýrt; ég klippti ekki út í loftið með skærunum. Hins vegar varð mér það á seinna meir í handavinnutíma í skólanu

Bara að spá.

Mynd
Eins og flestir sveitungar mínir vita þá var settir Starfshópur til að vinna að sameiningu skólanna. Starfshópurinn skilaði síðan af sér tillögu. Í greinargerð með tillögunni segir: Starfshópurinn er einhuga um þessa tillögu í heild sinni, nema hvað varðar yfirfærslu starfsmanna í efstu stjórnunarlögum yfir til nýrrar stofnunar. Starfshópurinn vísar því til sveitarstjórnar að taka ákvörðun um hugsanlegar uppsagnir og ráðningar í efstu stjórnunarlögum þar sem einstaklingar innan starfshópsins eru vanhæfir til þeirrar ákvarðanatöku. Ef ég skil þetta rétt, og mér gæti vissulega skjátlast þá á sveitarstjórn að taka ákvörðun um uppsagnir og ráðningar í efstu stjórnarlögum.  Sveitarstjórn tók málið fyrir á fundi og meirihlutinn ákvað eftirfarandi: „Sveitarstjórn samþykkir það sem starfshópur leggur til og að engum starfsmanni verði sagt upp við sameiningu skólanna í eina stofnun. Samþykkt að vísa ákvörðun ásamt tillögu til skólaráða Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla t

Flugslys í beinni

Þarf ég að segja meira? Þessi fréttamennska í gær er fyrir neðan allar hellur. Sem betur fer fór allt vel og allar líkur voru á að allt færi vel. En það er ekkert fréttnæmt við það. Eftir hverju var verið að bíða? Ég veit það eitt að mig langaði ekki að horfa á það í beinni.

Dropi í bakkafullan lækinn

Nú virðist baráttan um forsetaembættið vera að fara af stað og hefur sitjandi forseti slegið tóninn í þeirri baráttu. Það sem mér finnst merkilegast, og reyndar sorglegast, er að nú virðist flokksskírteini frambjóðandans skipta mestu máli. Og auðvitað það hvort hann hafi einhvern tíma haft flokksskírteini. Ég man ekki eftir þessari umræðu um Vigdísi þótt einhvern tíma hafi ég heyrt því fleygt að líklega væri hún vinstrisinnuð. Auðvitað er það hreinn barnaskapur að halda að fullorðið fólk hafi ekki pólitískar skoðanir. Allir hafa jú, kosið um ævina og myndað sér einhvers konar skoðun. En nú á sem sagt að draga flokkspólitískar línur um frambjóðendur. Virðist það aðallega vera Þóru Arnórsdóttur til hnjóðs að tengjast Samfylkingunni. Það virðist alveg gleymt að Ólafur Ragnar var formaður Alþýðubandalagsins á sínum yngri árum og þ.a.l. vinstrimaður Hins vegar get ég ekki séð að flokkslínur skipti neinu máli. Engin ríkisstjórn hefur þurft að dragnast með annan eins hælbí