Færslur

Sýnir færslur frá júlí 11, 2004
Nei, hvorki sólarhringurinn né svefninn eru að komast í samt lag. Lá andvaka í alla nótt og var að verða illa pirruð. Gat ekki gert neitt af því sem ég ætlaði að gera í dag af því ég þurfti að leggja mig eftir vinnu. Og svona líka yndislegt veður! Pirr, pirr! En það er allt í lagi, ég sef vel í nótt og geri þetta allt saman á morgun. Samt sem áður þá ætti að nýta svona dásamlegt sumarkvöld til annars en að sitja við tölvuna. Mér dettur ýmislegt í hug... A fine romance and sweet kisses...  
Jæja, sólarhringurinn er að komast á réttan kjöl enda ekki seinna vænna, kvöldvakt í kvöld og morgunvakt á morgun. Fjögurra daga fríið mitt er sem sagt farið veg allrar veraldar og nýtt í ósköp lítið. Nema hvíld náttúrulega, alltaf spurning hvort það sé slæm nýting á fríi. Hins vegar líður tíminn alltaf hratt, hann spænist áfram eins og einhver túrbómaskína. Sé að Blogger hefur verið eitthvað að breyta og betrumbæta. Býður t.d. upp á að maður breyti tíma og dagsetningu eftir hentugleikum. Hélt ég hefði himinn höndum tekið þar sem ég get ekki rambað rétt á klukkuna og breytti í gær. En færslan kom nú samt með gömlu tímasetningunni. Finnst þetta ekki nógu sniðugt. Sá fram á alveg gríðarlega sniðuga fjarvistarsönnun ef ég myndi einhvern tíma fremja glæp. ,,Já, en sjáðu nú til herra varðstjóri. Ég get ómögulega hafa framið glæpinn af því að ég var að blogga á þessum tíma." Ekki svo að skilja að ég ætli mér að fremja glæp en mér finnst samt vanta raffinerað bankarán í íslenska sög
Búinn að vera rólegur og góður dagur. Reyndi mitt ítrasta í húsmóðurhlutverkinu en komst ekki lengra en að hengja upp plakatið sem datt niður fyrir tveimur mánuðum. Þetta er bara of erfitt. Ætli að það séu til húslegir karlmenn? Ef svo er ætti ég þá að fá mér svoleiðis stykki? Það truflar mig líka talsvert mikið að ég var ægilega húsleg í fyrra (ég hef samt aðeins tínt upp og ryksugað í millitíðinni) og fékk þennan líka skelfilega tennisolnboga. Ég var farlama í marga mánuði. Fannst það gríðar óspennandi í alla staði.
Þegar ég gafst upp á svefnbarningnum dreif ég mig í heimsókn til múttunnar og kattanna. Þá hringdi smiðurinn og vildi endilega fá parkettlistana, helst núna. Svo ég dróst dauðsyfjuð upp úr stólnum og af stað. Það lék grunur á því að mín eðalkerra myndi ekki hafa nóg pláss fyrir listana svo við við fórum á Hiluxnum sem er ágætur bíll en enginn ægilegur innanbæjarsnattari. Það var svo sem er í lagi nema fyrir svefnleysið og það að ég er orðin vön sjálfskiptingu enda á klassa Amerískum. Í Húsasmiðjunni þurftum við að labba nokkrum sinnum fram og til baka í leit að starfsfólki þar sem slatti er í sumarfríi. Svo þurftum við að sækja listana út í Timbursölu sem er auðvitað ekkert biggie af því ég veit nákvæmlega hvar hún er. Nema hvað það eru sems é fleiri byggingar á staðnum svo okkur var vísað nokkrum sinnum fram og til baka. En við komumst loks á áfangastað og ég ætlaði að sækja listana sem ég hélt að væru svona 1-2 metrar en reyndust 3.6metrar. Nú, skottið er svona ca. 1.2 metrar svo þ
Eftir að hafa sofið allan daginn í gær þá lá ég andvaka í nótt og er pirraðri en andskotinn og bölva næturvaktarvikunni í sand og ösku þá er ég með nýtt efni. Í andvökunni settist ég fyrir framan tölvuna og fann ýmislegt. T.d. þessa sem vill svo skemmtilega til að gefur mér komment í dag og bendir mér á þennan . Þá fann ég líka þessa sem er titluð framhaldsskólakennari og ég vona að það sé rétt þótt stíllinn sé ungæðislegur:) Þegar ég took a trip down the memory lane í gær þá mundi ég eftir að hafa séð síðu hjá henni Dísu skvísu sem var með í bekk öll menntaskólaárin. Þá ákvað ég að skoða umræðuna um fjölmiðlafárið og linka á hana. Þar er í forsvari engin önnur en Kristrún Heimisdóttir sem var hvorki meira né minna, vill einhver geta, í bekk með mér ég og Dísu (og fleiru góðu fólki) 5. og 6. bekk í MR.
Það verður að segjast eins og er að Leonard Cohen er heldur niðurdrepandi. Mig minnir að ég og Gummi höfum hlustað mikið á hann á menntaskólaárunum. En þá var auðvitað smart að vera þunglyndur og sötra rauðvín. Talandi um menntaskólaárin þá sé að Guðni rektor er fallinn frá. Það þykir mér afar leitt. Pabbi var í MR á sínum tíma og sagði mér margar sögur af Guðna, hann var líka hálfgert legend í íslensku samfélagi. (Mig vantar íslenskt orð yfir legend. Guðni yrði ekki ánægður með mig núna.) Þegar ég sjálf var svo í MR og fór í 6.A, flugfreyjubekkinn, þá kenndi Guðni mér. Ég safnaði öll menntaskólaárin Gullkornum og gáfulegum kommentum sem ég ljósritaði svo og dreifði. En þetta árið dugði enginn bæklingur því Guðna þáttur Guðmundssonar var mjög viðamikill svo þetta endaði í ágætri bók. Ég var ægilega spennt að komast í orðaskak við Guðna og reyna mig við meistarann. Hann hafði greinilega lent í svona liði áður og passaði upp á að hleypa mér ekki neitt. Einhverju eftir útskrift þegar ég
Lilla Hausfrau actið er ekki alveg að gera sig en ég á fullt af nýbrenndum diskum!
Klukkan er hálfeitt eftir miðnætti og ég er ekki í vinnunni og verð ekki næstu fjóra daga. Leiðist það sko ekki. Kannski ég reyni að umturnast í lila Hausfrau og taki til og þrífi. Neeii... Er með góða bók að lesa. Ef það verður gott veður þá má alltaf smella sér upp í bárujárnslausa bústaðinn og minna sig á afhverju það varð ekkert úr sumarfríi í sumar.
Extreme tracker er ekki að virka og það er alveg sama hvernig ég flyt hann fram og til baka það er bara ekkert að virka og allt í hassi. Það eru síur á tölvunum uppi í skóla og alltaf þegar ég sló á trackerinn þá kom upp síða sem sagði: ,,Vörn-klám." Mér fannst tölvuumsjónamaðurinn alltaf horfa frekar undarlega á mig en það má vera að það hafi verið ímyndun. Mental note to self: Ekki setja fullt mjólkurglas á borðið beint við hliðina á kettinum.
Hmm.. klukkan er eitthvað illa vitlaus og ég get ekki lagað hana. Strange, very strange...
I'm going slighty mad . Var í heilsubótargöngu áðan eins og ég reyni að fara í á hverjum degi eftir að ég frétti af konunni sem gekk á hverjum degi í heilan vetur og missti 17 kíló. Ekki það að ég sé neitt að hlaupa eftir BMI kjaftæðinu, almáttugur nei. Var náttúrulega með græjur í eyrunum svo fuglasöngurinn myndi ekki ónáða borgarbarnið of mikið og hlustaði á Greatest hits II með Queen. Einhverra hluta vegna fann ég mig alveg með þessum texta. Sem betur fer er þetta síðasta næturvaktin, ég er alveg við það að tapa mér hérna. ,,Neinei, sjúklingarnir hafa það mjög gott en þessi næturvaktari er búinn að hlaupa argandi um gangana í alla nótt."
Glæsilegt! Já, ég er alltaf að leita að fleiri kennurum. Nýr tengill . Sjálfur Jóhannes úr Seljaskóla sem kom ræðukeppni Breiðholts á koppinn. (Fellaskóli rúllaði þessu upp núna síðast.)
Komst í sjónvarpið og náði í restina af Gangs of New York . Fannst endirinn tóm steypa þar sem ég hafði jú misst af heilum klukkutíma. Ég og sjónvarpið erum item! Do not stand in my way! Ókey, ég er á næturvakt og mér leiðist. Ég er búin að fá niðurstöðurnar úr Hjartavernd og er ekki á leiðinni í aðgerð. Þessum óþverralækni tókst samt að taka mig á taugum: ,,Það er sko allt í lagi en samt ekki alveg A+ svo þú þarft að taka þig á og bla bla." Ég er sannfærð um að þessi helv... djö.. and... BMI stuðull sé tómt kjaftæði og ætla að helga mig baráttu þess að hann verði afnuminn.