Mér tókst að skila skattaskýrslunni í dag. Miðað við fátæka og eignalausa konu þá var það talsvert vesen. Ég þurfti að hringja tvisvar í skattinn, einu sinni í sýslumanninn í Reykjavík og einu sinni í Íbúðalánasjóð. Mér til mikillar furðu, og talsverðar viðkvæmni, þá voru allir sem ég ræddi við ekkert nema elskulegheitin og þægindin. Ég er með einhverja undarlega tilfiningu, hún er hlý... Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.