Færslur

Sýnir færslur frá 2020

Að semja við narsissista

Mynd
Október 2017.  Narsinn: Ég mun aldrei selja minn hluta.  Við: Ókey, viltu þá kaupa okkur út?  N. Nei!   Haust 2018.  N: Ég vil selja allt mitt.  V: Ókey, við skulum kaupa þig út.  N: Nei! Ég vil selja allt mitt bara öllum nema ykkur!    Október 2018  N: Það eina sem ég er tilbúinn að semja um er að allt verði selt í einum pakka og húsið ykkar verði í þeim pakka.  V: Fyrirgefðu, hvað!? Þú vilt sem sagt hleypa upp öllu okkar lífi, flæma fjölskylduna frá Hálsi og börnin úr skólanum sínum?*   Mars 2019.  V: Allt í lagi, við gefumst upp á þessu rugli og samþykkjum að allt verði verðmetið þar með talið húsið okkar.  Við skrifum strax undir fundargerðina.  Hann hefur ekki enn skrifað undir hana. **   2020 Nýjar fundarraðir.  Unnið áfram í því ferli sem hann sjálfur lagði til. N frestar og tefur og kemur með hvern fyrirsláttinn á fætur öðrum. Október 2020 N: Ég vil ekki selja! Þú vilt selja! Ég hef að sjálfsögðu gögn sem staðfesta þessa frásögn.   Hægt er að setja íslenskan texta á myndba

Fíasól og Skuggi

Mynd
Skuggi Fíasól Skuggi kom til okkar 2016 ásamt Batman bróður sínum. Því miður varð (sic.) Batman fyrir bíl ári seinna svo Skuggi varð einn. Hann er afskaplega rólegur köttur en vill hafa hlutina á sínum forsendum. Hann vill ekki láta halda á sér og klappa sér en honum finnst ósköp notalegt að liggja á gólfinu og fá strokur. Honum finnst líka ofboðslega gott að borða. Fíasól kom 2018. Við fengum hana sem högna og skírðum Messi. Seinna kom í ljós að hún var lítil stelpurófa. Við ætluðum bara að láta hana heita Messi áfram en vinkona mín kom í heimsókn og kallaði hana Fífí og Fíusól. Fíasól smellpassaði svo hún hefur heitið það síðan. Fíasól er mikill veiðiköttur og er því með bjöllur og trúðakraga. Sá siður hefur haldist frá því að hún var kettlingur að hún fær (laktósalausa) mjólk á morgnana. Hún fékk hana á eldhúsbekknum svo hundurinn næði ekki mjólkinni. Hún kemur enn á morgnana og vill oft láta lyfta sér upp eins og þegar hún var lítil þótt hún geti auðveldlega stokkið😉 Á kvöldin fá

Hús til leigu.

Mynd
Húsið okkar. Hús okkar á Hálsi í Kaldakinn er til leigu, alla vega næstu 5 mánuði. Húsið er búið húsgögnum. 161 fm, þrjú svefnherbergi, eitt gestaherbergi með rennihurðum, tvö baðherbergi, eldhús og stofa. Leiga: 130.000 þús. Hægt er að semja um leigu á herbergjum ef fleiri vilja leigja saman. Gott væri ef leigjendur gætu leyft tveimur köttum að búa með sér. Marteinn:  marteinngunnars@gmail.com, GSM 893-3611. Einnig er hægt að fá lítið eins herbergis hús til langtímaleigu.

Ófrægingarherferð narsissistans

Mynd
Eftir Lauren Norris. Þýtt að hluta, fengið héðan: https://www.boernechristiancounselor.com/blog-christian-counseling/when-a-narcissist-runs-a-smear-campaign Hvað er ófrægingarherferð (smear campaign)? Ef þú hefur einhvern tíma haft einhvern náinn í lífi þínu með narsissíska persónuleikaröskun narcissistic personality disorder þá þekkirðu væntanlega ófrægingarherferðina vel. Ófrægingarherferð er þegar narsissistinn býr til falskan veruleika um þig með lygum og blekkingum. Ég las frábæra tilvitnun hjá Greg Zaffuto í “ From Charm to Harm and Everything in Between With a Narcissist ” sem lýsir þessu vel: „Narsissistar óttast opinberun eða sannleikann um sjálfa sig, SÉRSTAKLEGA ef þeim finnst sér ógnað. Þeir munu rægja viðkomandi, trúverðugleika og æru með lygum, hálfsannleika og illgjörnu slúðri. Narsissistinn leikur á tilfinningar og kenndir áheyrandans með sögu sem er nógu trúleg án þess að hægt sé að setja NÁKVÆMLEGA fingur á hverjar ásakanirnar eru, en er nógu áhrifamikil og illgjör

Davíð og Golíat

Mynd
Þann 2. júlí birtist grein í Fréttablaðinu þess efnis að ungur maður, Davíð Atli Gunnarsson, hefði ekki komist inn í viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri. Davíð var heldur undrandi á þessum móttökum enda dúxaði hann úr Framhaldsskólanum á Húsavík árið á undan. Ég kenndi Davíð í Framhaldsskólanum og get lítið annað sagt en að Háskólinn á Akureyri er að missa frá sér mjög góðan nemanda. Davíð er bæði samviskusamur og greindur og ég veit fullvel að hann yrði fljótur að vinna upp þann viðskiptafræðigrunn sem strandar á. Hann hefur unnið í bókabúðinni á Húsavík undanfarið ár og hefur vafalítið bætt þar í sarpinn. Hins vegar átta ég mig vel á að Háskólinn verður að hafa eitthvert viðmið, einhver inntökuskilyrði. Orð gamalla kennara vega lítils og með réttu. Það breytir því þó ekki að með ströngum inntökuskilyrðum sínum er HA, á ákveðinn hátt,  að mismuna nemendum eftir búsetu. Og þá komum við að vanda málsins; Framhaldsskólinn á Húsavík er lítill skóli, hann getur ekki boðið upp á a

Þjóðremba?

Mynd
Ég starfa sem íslenskukennari og kenni Snorra-Eddu.  Nú, eins og gengur þá nota ég glæru-sjó og hef gaman að því að myndaskreyta þau. Þá nota ég auðvitað myndir af norrænu goðunum. (Stel mikið frá Peter Madsen.) Nýverið pantaði ég svo stuttermaboli með myndum úr Eddunni, Fenrisúlfi, Hata og Skolla og víkingabardaga. Það var ekki fyrr en nokkru seinna að það hvarflaði að mér að einhverjir gætu haldið að ég væri nýnasisti.  Ég er feit miðaldra kerling úti í sveit. Lifi ósköp rólegu lífi. Ef eitthvað fer í pirrurnar á mér þá eru það frekir, hvítir karlar.  Svo ég ákvað að engum gæti mögulega dottið svona vitleysa í hug.  Þar fyrir utan þá ákvað ég í þessu eintali sálar minnar við sjálfa mig, að þetta væri menningararfur sem við ættum öll rétt á. Ég ætlaði ekki að leyfa einhverjum löngu dauðum nasista-vitleysingum að stela frá mér myndskreytingu menningararfsins. Í dag birtist auglýsing frá KSÍ. Já, ókey, ég skil gagnrýnina. En... Við höldum úti landsliðum, ekki rétt? Aðrar þjóðir halda út

Ferðast innanlands

Mynd
Fjölskyldan á Hálsi hefur rekið litla ferðaþjónustu undanfarin ár svo við höfum verið bundin heima við og lítið getað ferðast. Núna koma engir gestir til okkar og öll í sumarfríi í stutta stund svo við nýttum tækifærið og ferðuðumst sjálf aðeins um landið. Strákarnir luku vormóti á Akureyri í íshokkí á fimmtudagskvöldi svo við ákváðum að fara ekki mjög langt og gistum á Hótel Blöndu á Blönduósi.  Við fengum fjölskylduherbergi svo við sváfum öll fjögur í sama herberginu eins og við vildum. Er skemmst frá því að segja að herbergið er rúmgott, rúmin góð og sváfum við öll vel. Morgunverður var innifalinn og vel útilátinn. Það vantaði kúpul á eitt ljósið í herberginu sem var aðeins leiðinlegt á hótelherbergi en okkur leið vel og strákunum fannst gaman. Starfsfólkið var líka mjög kurteist oog elskulegt. Mælum eindregið með Hótel Blöndu. Við vorum búin að panta á Hótel Blöndu þegar okkur var bent á að við yrðum að kíkja á Sögusetrið á Sauðárkróki svo við keyrðum aðeins fram og til baka. En

Fljúgandi apar

Mynd
Sjálfsdýrkandi myndar ekki auðveldlega djúpa tengingu eða tilfinningasambönd við fólk og eiga þessir einstaklingar oft yfirborðskennd vinasambönd sem oft byggja á aðdáun og gagnrýnisleysi „vina“ sem fá einungis að kynnast upphafinni sjálfsmynd narsissistans. Átök eru því ekki algeng í þessum tengslum. Oft eru þetta einstaklingar sem sjálfsdýrkandinn velur vegna þess að honum steðjar ekki ógn af þeim og öðlast mikilvægi hjá eða nær valdi yfir, til að mynda með að vera hjálplegur gagnvart þeim, til dæmis með því að veita þeim fría þjónustu og því upplifaður sem einstaklega góður vinur. Þessir einstaklingar virðist stundum hreinlega „dýrka“ narsissistann og eru tilbúnir að ganga fram til að tala máli hans eða verja hann og myndu til dæmis hringja í börnin, makann eða aðra til að tala máli hans óafvitandi að þau er lítið annað en tól í stjórnunarleik hans.  Í neti narsissistans.   

Í neti narsissistans

Mjög upplýsandi grein sem ég hvet fólk til að lesa þótt hún sé löng. Í neti narsissistans Undanfarnar vikur hefur borið á aukinni umræðu um ofbeldi í samfélaginu meðal annars vegna álags sem myndast hefur inni á heimilum í einangrun. Ástæður þess að fólk beitir ofbeldi geta verið fjölmargar en stundum getur verið um að ræða ákveðna persónugerð sem kallast „Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun" eða „sjálfsdýrkandi" (narsissisti). Sjálfsdýrkandinn er einstaklega slyngur í að spila hlutverk fórnarlambsins og næla sér í stuðning úr nærumhverfinu. Til að ná því fram svífst hann ekki neins og segir það sem honum dettur í hug til að ná í samkennd. Afar mikilvægt er að biðja fólk sem þig grunar að gætu verið sjálfsdýrkendur um staðreyndir. Þeir segja setningar eins og „hún er búin að senda mér fullt af ljótum skilaboðum ...“; „hún er búin að hafa af mér allar eigur ...“; „ég er bara á götunni ...“. Biðjið um að fá að sjá gögn eða aðra haldbæra hluti sem ekki er hægt að h

Nýtt cover

Mynd
Jæja, ég er orðin leið á þessu coveri á facebook-inu mínu. Ég hélt að Jón Björn Hreinsson myndi kannski sjá sóma sinn í að taka út þetta skítakomment þar sem hann leggur til að fjölskylda með tvö börn á grunnskólaaldri yrði mökuð út í skít. En greinilega ekki. Hann þóttist ekki kunna það en blokkaði okkur svo. Hvort skyldi nú vera flóknara? Þannig að ókeypis auglýsingum mínum fyrir örvæntingu hans og einsemd er hér með lokið. Vilji einhver kona skoða garpinn mæli ég með að viðkomandi afli sér upplýsinga hjá systur hans.

Mæðradagurinn

Mynd
Varúð: Persónuleg færsla. Ég hef einhverra hluta vegna gert frekar lítið úr mæðradeginum þegar kemur að sjálfri mér. Ég hringi í mömmu eða sendi blóm en ég minni strákana mína ekki á hann. Ekki eins og ég læt manninn minn vita af konudeginum með góðum fyrirvara og meiningum. Þetta er bara svona og var í raun ómeðvitað. Það var ekki fyrr en í fyrradag að ég sá þessa færslu á facebook að ég áttaði mig á þessu. Mig langaði alltaf til að eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Einn harðsvíraðasti trúleysingi sem ég þekki segir að allar lífverur hafi þörf fyrir að bera erfðaefni sitt áfram. Kannski er það umhverfið sem þrýstir á því guð veit að nóg er af fólkinu. Ég veit ekki af hverju og ætla ekki einu sinni að reyna að svara því en mig langaði að eignast börn og ég veit að fullt af konum langar að eignast börn. Við getum það bara ekki allar. Og þó svo að ég hafi verið svo heppin að ná að eignast tvo stráka þá er það ekki sjálfgefið. Ég hef svo sem sagt þessa sögu áður. Í fy

Góður kúnni

Mynd
Í mínu ungdæmi (eldgamla daga) voru viðskiptavinir verðlaunaðir fyrir trygglyndi. Ég man að ég fékk að skipta plötu, sem ég vann í félagsvist, í plötubúðinni í Glæsibæ þótt það væru fingraför á henni af því að ég var góður kúnni. ( Á enn þá ágætt vínylplötusafn.) Á vídeóleigunum fékk maður fimmtu hverja spólu frítt eða u.þ.b.  Núna hins vegar er því þannig farið að þegar fyrirtækið hefur nælt í kúnnann þá er ekkert gert til að halda honum. Fyrir nokkrum árum var hringt í mig og mér boðin prufuáskrift að Skjá einum á lægra verði. Ég þáði það og sagði svo áskriftinni upp eftir prufutímann. Nánast samdægurs var hringt í mig aftur og mér aftur boðin prufuáskrift. Ég lék þennan leik nokkrum sinnum. Mér var boðin tilboðsáskrift að Stöð tvö fyrir jólin sem ég þáði. Mamma mín hefur verið tryggur áskrifandi að Stöð tvö árum saman, henni eru aldrei gerð nein tilboð. Tólfti hver mánuður frítt, er það í alvöru of mikið? Við vorum hjá ónefndu tryggingarfyrirtæki. Í okkur hringir ung

Klimt og konurnar

Mynd
Fyrir aldamótin síðustu, áður en ég fór að vinna á geðdeildinni, vann ég í nokkra mánuði í e.k. mynda- og plakatabúð á Laugaveginum. Mér fannst það ágætt, hef alltaf haft gaman að myndum plakötum. Það er kannski ekki rétt að segja að þetta hafi verið plaköt, þetta voru svona vandaðri eftirprentanir. Svo var innrömmunarverkstæði á efri hæðinni. Einhverju sinni vorum við eigandinn að ræða um myndir og ég segi henni að mér finnist ein myndin vera hálf klámfengin.  Hún var ósammála mér og sagði, eins og merkilega margar konur af þessari kynslóð, að henni fyndist kvenlíkaminn miklu fallegri en karllíkaminn. (Ég aðhyllist gríska skólann í þessu.) Hvað um það, fólk má vera ósammála. Nema hvað að stuttu seinna mæti ég til vinnu og þá er búið að ramma myndina inn og hengja upp á vegg. Ég tók því persónulega og sagði upp stuttu seinna. Eftir þetta fór ég að kynna mér verkið og málarann. Eins og sennilega flestir hafa áttað sig á þá er þetta verk eftir Gustav Klimt og heitir Da

Hvar er ég?

Mynd
Um aldamótin síðustu vann ég í um þrjú ár á nokkrum geðdeildum landspítalans. Á þessum tíma lærði ég þá dýrmætu lexíu að sjúklingurinn er eitt og geðsjúkdómurinn annað. Sjúklingur í maníu er ekki endilega sá sami og manneskjan sem ber sjúkdóminn dags daglega.  Í minningunni þykir mér vænt um þennan tíma og minnist hans með hlýju. Ég lærði mikið og þroskaðist vonandi eitthvað. Stundum fæ ég nostalgíska þrá eftir sumrunum við sundin blá. Þá minnist ég fallegu konunnar sem sat við gluggann í reykherberginu og söng rámum rómi: Finnst þér Esjan ekki vera sjúkleg. Ég vona að ég sé ekki að bregðast trúnaði þótt ég segi aðeins frá þessum tíma. Ég geri ráð fyrir að flestir viti að geðsjúkdómar geta verið illvígir og stundum fylgja miður skemmtilegir hlutir. Sjálf gekkst ég upp í því að vera hörkutól og geta gengið til flestra verka; ég þreif upp úrgang og ælu og plástraði eyðnismituð sár. Það var bara einu sinni sem ég þurfti frá að hverfa og á samstarfsmaður minn sem vann verkið ævarandi

Sannleikshallinn

Mynd
Kona nokkur var ákærð fyrir líkamsárás. Kæran gegn konunni var síðar felld niður og gæti einhverjum dottið í hug að það eitt myndi nægja til að konan teldi sig hreinsaða af ákærunni. Svo er ekki. Hún hefur skrifað bók um málið, talað inn á hlaðvarp og fengið talsvert pláss á ljósvakamiðlum. Margir telja að það sé eðlilegt þar sem „báðar hliðar verði að heyrast.“ Það væri auðvitað ósköp þægilegt ef til væri einhver heilagur sannleikur en því miður er það ekki svo einfalt. Upplifun einstaklingsins skiptir máli. Ef einstaklingur upplifir eitthvað sem einelti t.d. þá er það einelti. Jafnvel þó svo að gerandinn hafi alls ekki meint það þannig. Það er vissulega sanngjarnt; einhver upplifir vanlíðan vegna einhvers þá ber að taka tillit til þess. (Nema auðvitað þegar það er verið að kynferðislega áreita konur, þá eru þær bara óþarflega viðkvæmar.) En þegar kemur að sakamálum þá skiptir ásetningur öllu máli. Ef viðkomandi ætlaði sér ekki að ræna/særa/drepa þá er það reiknað til refsilæ

Heimreiðin

Mynd
Þessi færsla er tileinkuð " Sigurði Arnarssyni ". Takk fyrir að hvetja mig áfram í baráttunni💓   https://www.youtube.com/channel/UCmi0QUaycDSnSjnl6qmlcAQ?feature=em-comments

Rússnesk rúlletta?

Mynd
Þann 19. des. sl. féll snjóflóð á veginn við Ljósavatn í Ljósavatnsskarði. Snjóflóðið var um 500 metrar og lokaði veginum í ca. 16 klukkutíma. Maðurinn minn og tveir synir okkar höfðu verið á Akureyri fyrr um daginn. Vegna jólainnkaupa voru þeir seinna á ferð en vanalega og komust ekki heim. Eyddu þeir nóttinni í góðu yfirlæti í Stórutjarnaskóla ásamt fleira fólki. Ég er þakklát öllum góðum öflum að þeir voru heilir á höldnu. Á sama tíma spyr ég mig hvernig þetta gat gerst. Hvernig stendur á því að seint á árinu 2019 getur 500 metra snjóflóð fallið á hringveg 1 á Íslandi algjörlega óforvarendis?   Þetta er þekkt snjóflóðasvæði. Eru ekki til einhverjar græjur sem meta hættuna á snjóflóðum?   Einhverjar aðferðir til sjá fyrir líkurnar á snjóflóði? Snjóflóðið komst í fréttir en lítil umræða skapaðist um það og lítill áhugi.   Eini maðurinn sem velti fyrir sér alvarleika málsins var Einar Sveinbjörnsson en hann setti eftirfarandi færslu á facebook: Þetta er vissulega e