Fjölskyldan á Hálsi hefur rekið litla ferðaþjónustu undanfarin ár svo við höfum verið bundin heima við og lítið getað ferðast. Núna koma engir gestir til okkar og öll í sumarfríi í stutta stund svo við nýttum tækifærið og ferðuðumst sjálf aðeins um landið. Strákarnir luku vormóti á Akureyri í íshokkí á fimmtudagskvöldi svo við ákváðum að fara ekki mjög langt og gistum á Hótel Blöndu á Blönduósi. Við fengum fjölskylduherbergi svo við sváfum öll fjögur í sama herberginu eins og við vildum. Er skemmst frá því að segja að herbergið er rúmgott, rúmin góð og sváfum við öll vel. Morgunverður var innifalinn og vel útilátinn. Það vantaði kúpul á eitt ljósið í herberginu sem var aðeins leiðinlegt á hótelherbergi en okkur leið vel og strákunum fannst gaman. Starfsfólkið var líka mjög kurteist oog elskulegt. Mælum eindregið með Hótel Blöndu. Við vorum búin að panta á Hótel Blöndu þegar okkur var bent á að við yrðum að kíkja á Sögusetrið á Sauðárkróki svo við keyrðum aðeins fram og til baka. En
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.