Af afturgöngum og upprisnum næturvörðum Hún Harpa linkaði á mig um daginn. Ég var í eyðu í vinnunni sá nýjan link á (galopna) teljaranum mínum og smellti mér á honum til baka. Við þá heimsókn komst Harpa að þeirri niðurstöðu (ég er svo linkaflink að það hálfa væri hellingur) að ég hefði dvalið langdvölum á blogginu hennar að næturlagi. Olli það henni talsverðum vonbrigðum því hún hafði gert sér í hugarlund einmana, rómantískan næturvörð. Skil ég vonbrigðin fullkomlega enda einmana, rómantískur næturvörður mun meira sjarmerandi en reiður, feminískur grunnskólakennari. Hins vegar get ég glatt Hörpu með því að ég er hreint ekki þessi leynilesari því að ég sef alveg ágætlega á næturnar, takk fyrir, og er þar fyrir utan ekki í vinnunni á næturna. Því þótt ég hafi komið í gegnum Reykjavík City Hall í þetta skipti þá geri ég fastlega ráð fyrir að nokkur þúsund aðrir borgarstarfsmenn ferðist um vefinn í gegnum Reykjavík City Hall og rómantíski næturvörðurinn gæti því enn verið einn af þei
Ásamt fjölskyldunni sinni.