föstudagur, febrúar 03, 2006

Gerði mikla reisu til Akureyrar í dag. Þurfti að sækja buxur svo eg kom við í Bónus og Hagkaup. Straujaði kortin duglega og á nú mat í frysti. Það er búið að vera yndislegt veður hérna og það var svo gaman að keyra fram og til baka. Eyjafjörðurinn er fallegur.
Nemendur mínir tilkynntu mér um daginn að ég væri auðplataðasti kennarinn í skólanum. Það er alltaf hægt að ná mér út í fótbolta þegar veður er gott. En come on! Maður á að vera úti í góðu veðri. Það kom m.a.s. annar kennari út til okkar og var með. Það var alveg rosa gaman.
Ég man ekkert af hverju ég byrjaði a þessari færslu eða hvað ég ætlaði að segja. Nema hvað að hér er yndislegt veður. Heimurinn er fallegur og það er gaman að vera til:)

fimmtudagur, febrúar 02, 2006



Only After The Last Tree Has Been Cut Down,
Only after The Last River Has Been Poisoned,
Only after The Last Fish Has Been Caught,
Only Then Will You Find That Money Cannot Be Eaten

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Fór og keypti mér pæjuföt í dag til að reyna að veiða eitthvað á komandi skemmtunum. Mér á eftir að verða illa kalt á brjóstunum.

mánudagur, janúar 30, 2006

Bauð dansherranum á þorrablót í dag. Hann fór á taugum. Honum leið strax betur þegar hann frétti að ég væri eiginlega að bjóða fyrir hönd troghópsins.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...