Brunaði í BT strax eftir vinnu til að fjárfesta í Shrek 2 ,,strax í dag". Þegar á staðinn er komið sé ég að myndin kostar ca. 2.700,- Ég er ekki alveg nógu ánægð með það þar sem Troy kostaði ekki nema ca. 1.700,- Læt mig nú samt hafa það enda búin að fá útborgað:) Fer svo að athuga hvort Live Aid DVD diskurinn sé kominn því fyrst var talað um 1. nóv. (Sé núna að hann á ekki að koma fyrr en 16.) Fer og spyr einhvern kornungan starfsdreng hvort læfeid sé ekki komið. Hann starir á mig eins og hann hafi bara aldrei heyrt þetta áður. (Sem hann hefur væntanlega ekki gert.) Svo ég bæti því við að ég sé nú bara búin að bíða í 20 ár. Hann fær enn þá meira goose-look á andlitið en segist ætla að fletta þessu upp fyrir mig. Virðist samt halda að þetta sé vive eitthvað sem ég leiðrétti auðvitað snarlega enda vaskur kennari. Hann kemur aftur og segir að ,,þetta" (einn stærsti viðburður tónlistarsögunnar, þetta unga fólk! Fussum svei!) sé ekki komið inn enn. Ég þakka pent fyrir upplýsin