föstudagur, september 17, 2004

Ég hefði getað verið í brjáluðu partístandi í kvöld en ég er bara orðin svo gömul og þreytt að ég nennti því ekki. Get samt ekki verið þreytt eftir þessa laufléttu vinnu mína, almáttugur nei. Það hlýtur bara að vera svona hrikalega erfitt að vera í öllum þessum fríum. Svo þarf maður auðvitað að halda í þessar fáu krónur sem maður á. Ekkert víst að launaseðillinn komi í hús núna um mánðamótin. En til að vera ekki algjör félagsskítur þá mætti ég í kokteilboðið. Míns bara orðin virðuleg kona í kokteilboðum!

fimmtudagur, september 16, 2004

Vááá... Dálítið magnað að vera í hötuðustu stétt landsins. Þetta er ekkert smá.

miðvikudagur, september 15, 2004

Litla systir: Veistu hvað. Það lítur allt út fyrir að ég fái bara þriggja daga helgi.
Ég: Já, er það? Það eru allar líkur á að ég fái sex vikna helgi.
Af hverju? (Yesterday)

Af hverju, fór ég í þetta kennslunám.
Röddin mín hún er orðin rám.
Og fötin eintómt krítarkám.

Launin mín, þau eru bara alltof lág.
Það er svo margt sem ég ekki á
og mun eflaust aldrei fá.

Í stofunni börnin aldrei þagna.
Allar helgar heima sofandi, örmagna.

Af hverju, eyði ég ævistundum
á næstum endalausum fundum
og tapa lífsins sekúndum.

Í stofunni börnin aldrei þagna.
Allar helgar heima sofandi, örmagna.

Af hverju, eyði ég ævistundum
á næstum endalausum fundum
og tapa lífsins sekúndum.


Samið fyrir Ég í ljósi starfs míns á kennarafundi í vor.

mánudagur, september 13, 2004

Jú, þetta er óneitanlega talsvert sárt. Með undarlegan verk í hjartanu.

sunnudagur, september 12, 2004

Því verður ekki neitað að það er nánast skelfilegt ástand á heimilinu. Ég er aldrei heima svo ég geri ekki neitt. Virðist samt hafa tíma til að drasla út. Undarlegt mjög. Sést ágætlega á uppvaskinu. Allir djúpu diskarnir óhreinir af því að ég borða morgunmat áður en ég hleyp út. Allt annað leirtau ósnert. Svo ég er að reyna þetta núna, taka aðeins til og þrífa. Ef það verður verkfall þá ætla ég að þrífa íbúðina algjörlega. Þvo veggina og inni í skápinum og svoleiðis. Guð, hvað ég vona að það verði ekki verkfall!

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...