Færslur

Sýnir færslur frá desember 23, 2012

Femme fatale

Mynd
Undanfarið hefur þjóðin fengið að fylgjast með leit lögreglunnar að strokufanganum Matthíasi Mána Erlingssyni. Mikið hefur verið gert úr flóttanum og á stundum jaðrað við hetjudýrkun. Já, hetjudýrkun. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart þar sem fjölmiðlar hafa nýverið byrjað á þeim undarlega andskota að upphefja menn eins og Annþór nokkurn, Börk og Jón stóra. Því miður stjórnast umfjöllun fjölmiðla af eftirspurn og svona ,,fréttir" fá flestar flettingar. Þá hafa fjölmiðlar margir sett upp athugasemdakerfi sem hafa reynst hinar hroðalegustu rotþrær. Þjóðarsálin er ekki fögur. En svona virkar þetta sem sagt. Sú frétt sem fær flestar flettingar og lengsta umræðuhalann selur best. Ég hef enga sérstaka skoðun á fangelsismálum Íslendinga. Mér þætti gott ef e.k. betrunarvist ætti sér stað en ég átta mig einnig á að iðulega er um hefnd samfélagsins að ræða. Mér þykir það í sjálfu sér gott og gilt. Mér er það ekki til efs að fórnarlömbum líði betur vitandi af árásarmönnu