Færslur

Sýnir færslur frá janúar 18, 2009

Hvaða stórtíðindi?

Af hverju fullyrðir hver fjölmiðillinn á fætur öðrum að stórtíðindi hafi átt sér stað í íslenskri pólitík í dag? Hvaða stórtíðindi eru það? Að formaðurinn Sjálfstæðisflokksins ætli ekki að bjóða sig aftur fram á landsfundi flokksins? Þið verðið að fyrirgefa en mér finnst það bara ekkert sérstaklega merkilegt. Mér fannst það miklu meiri tíðindi þegar Guðni Ágústsson sagði af sér flokksformennsku og þingmennsku og hvarf úr íslenskum stjórnmálum. Það var ekki talað um stórtíðindi í íslenskri pólitík þá. Auðvitað er það hörmulegt að Geir sé veikur og ég óska honum vissulega alls hins besta í sínum veikindum en það eru ekki pólitísk stórtíðindi. Í íslenskri pólitík hefur ekkert breyst.  Svo er alveg merkilegt hvað fréttamenn taka illa eftir. Geir sagði ekki að hann ætlaði að draga sig út úr stjórnmálum. Það kom hvergi fram að Þorgerður Katrín væri að taka við sem forsætisráðherra. Hún mun vera starfandi forsætisráðherra á meðan Geir er í burtu en það þarf ekki að vera, og verður vonandi e

Er þetta sviðsett?

Mynd
Segið mér plís að þetta sé falsað.

Kastljósið

Ég bý á Íslandi, Evrópu, plánetunni jörð, Vetrarbrautinni. Ég veit ekki hvar Geir H. Haarde býr en það er augljóslega ekki á sama stað og ég.

Fatta núna?

Ætli að ríkisstjórnin fari bráðum að silja það að við viljum losna við hana? Líklega ekki. Geir uppástendur að þau séu með meirihluta á þingi. Og af hverju eruð þið með meirihluta á þingi Geir? Af því að Sjálfstæðisflokkurinn  laug að þjóðinni. Þetta var ekki allt saman svona ægilega fínt eins og þið vilduð vera láta.  Þetta ástand sem hefur skapast er ykkur að kenna. Núverandi ríkisstjórn blés á öll varnaðarorð og gerði ekkert til að reyna að koma í veg fyrir þetta. þegar fólk sýnir af sér stórkostlega vanrækslu í starfi þá er það rekið. Jafnvel þótt það hafi upphaflega verið ráðið, sjáðu til.