Færslur

Sýnir færslur frá september 2, 2007

Já, ég er kredduföst

Ég ætla að viðurkenna það formlega og opinberlega hér og nú að nýja auglýsingin frá Símanum særir mig. Ég veit ekki alveg á hvaða hátt, hvort hún særi siðferðisvitund mína, réttlætiskennd eða trúarvitund. Spurningin: ,,Er mönnunum ekkert heilagt?" hefur slegið niður. Hvort sem svik Júdasar voru raunveruleg eða goðsöguleg þá erum við samt að tala um táknmynd hinna algjöru svika. Mér er fyrirmunað að sjá neitt spaugilegt við það.