Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 22, 2015

Ömurðar þjónusta 365

Við hjónin erum með net frá gamla emax sem 365 eiga núna. Frá því í vor er netið búið að vera rétt slarkandi en hræðilegt í nánast allt haust. Ég veit ekki hvað ég er búin að hringja oft, þrivsvar, fjórum sinumm. Það er búið að taka niður "þjónustubeiðni" alla vega tvisvar. Síðast bað ég um að það yrði hringt í manninn minn, hann er bóndi og yfirleitt heima. Um daginn kem ég úr tíma og sé að það hefur verið hringt í símann minn. Þá var klukkan orðin fjögur og satt best að segja þá hélt ég virkilega að maðurinn myndi hringja aftur. Ég virkilega hélt það eftir tvær þjónustubeiðnir og nokkur símtöl. Nei, það gerist ekki. Ég kem heim núna áðan og netið er ömurlegt að venju. Ég er kennari, nemendur mínir skrifa ritgerðir inni á google docs til þess að ég geti farið yfir þær, ég nota Kennsluvefinn mikið, ég er í fjarnámi sjálf í HÍ. Netið verður að vera í lagi. Þannig að ég er búin að fá nóg og hringi einu sinni enn í 365. Þar svarar Daníel. Ég segi Daníel að þetta sé ekki í la